fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Katrín segir hundrað milljón króna styrk til Samherja ekki stuðning við framgöngu fyrirtækisins – „Fjarstæðukennt“ segir Venaani

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 20:00

Venaani sendi Katrínu bréf og var ekki sáttur með svar hennar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir hefur svarað bréfi McHenry Venaani, leiðtoga namibíska stjórnarandstöðuflokksins PDM. Hún segir 100 milljón króna ríkisstyrk til Samherja ekki jafngilda stuðningi stjórnvalda við framgöngu fyrirtækisins í Namibíu.

Léttúð íslenskra stjórnvalda

DV greindi frá kvörtun Venaani þann 10. nóvember síðastliðinn. En þá sagðist hann ætla að senda bréf til Katrínar til að hvetja hana til að hætta stuðningi við útgerðarfélagið Samherja. Ástæðan var 100 milljón króna styrkur Orkusjóðs til Samherja til að hanna lausnir fyrir togara til að nýta rafeldsneyti.

„Þau verða að sniðganga þetta fyrirtæki frá því að fá opinbera styrki, jafn vel þó þetta sé innlent fyrirtæki,“ sagði Venaani við blaðið The Namibian. Sakaði hann íslensk stjórnvöld um að taka Samherjamálið ekki nægilega alvarlega.

Blaðið The Namibian Sun greinir frá bréfinu sem Venaani sendi og svari Katrínar.

„Forsætisráðherra, ég hvet þig til þess að nota siðferðilega leiðtogahæfni þína til að krefjast þess að Samherji greiði bætur til þeirra þúsunda namibískra sjómanna sem misstu störf sín vegna græðgi fyrirtækisins og afglapa,“ sagði Venaani í bréfinu.

Hlutlaus viðmið

Katrín svaraði bréfinu þann 21. nóvember og sagði honum að málið heyrði ekki undir sitt ráðuneyti. Einnig að sú ákvörðun að veita Samherja þennan ríkisstyrk væri byggð á hlutlausum viðmiðum. Þau verkefni sem ljóst er að skili snöggum ágóða fyrir loftslagið eru sett í forgang.

Sjá einnig:

Stjórnarandstöðuleiðtogi sendir Katrínu bréf vegna styrkja til Samherja – „Þau verða að sniðganga þetta fyrirtæki frá því að fá opinbera styrki“

„Þar af leiðir að þessi styrkur getur ekki á neinn hátt verið túlkaður sem stuðningur við eða viðurkenning á fyrirtækinu eða framgöngu þess í Namibíu. Fyrst þú minnist einnig á bætur til handa meintum fórnarlömbum og að fyrirtæki verði látið sæta ábyrgð, þá er þetta mál til rannsóknar að svo miklu leyti sem það fellur undir íslenska lögsögu,“ sagði Katrín.

Katrín komi sér undan ábyrgð

Við The Namibian Sun sagði Venaani þessi svör Katrínar vera fjarstæðukennd. Það er varðandi ábyrgð og meðvitund íslenskra stjórnvalda um málið.

„Ég tel að land eins og Ísland, sem á fyrirtæki sem gerast sek um græðgi og afglöp, grafi undan kerfum og ferlum okkar lýðveldis. Frá skrifstofu forsætisráðherra myndi maður vilja heyra svar sem einkennist af gagnsæi og ábyrgð í stað þess að koma sér undan,“ sagði Venaani.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá