fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Hættustigi lýst yfir vegna skemmda á neysluvatnslögn Vestmannaeyja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 09:48

Frá Vestmannaeyjum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hafi ákveðið að lýsa yfir hættustigi Almannavarna vegna skemmda á neysluvatnslögn sem liggur til Vestmannaeyja. Raunveruleg hætta sé á að neysluvatnslögnin rofni alveg.

Fyrir liggi að umfang skemmda sé mikið og alvarlegt. Skemmdirnar nái yfir um 300 metra kafla á lögninni. Á myndum sem teknar hafi verið neðansjávar sjáist jafnframt að lögnin hafi færst verulega úr stað. Þessi staða geri möguleika á bráðabirgðaviðgerð erfiða.  Eina varanlega lausnin sé ný lögn. Mikilvægt sé að vinna mat á afleiðingum sem takmarkað rennsli vatns eða algert rof hefði á íbúa og starfsemi í Vestmannaeyjum og hrinda af stað mótvægisaðgerðum til að koma í veg fyrir að neyðarástand skapist.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samráði við lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjabæ, HS veitur, viðbragðsaðila og aðra hagaðila, vinni á næstu dögum að tillögum og framkvæmdum því tengt. Markmið þeirrar vinnu sé að tryggja öryggi og velferð Vestmanneyinga.

Að svo komnu sé lögnin enn nothæf og þjóni vatnsþörf Vestmannaeyja að fullu. Því sé ekki þörf á að spara eða safna vatni að svo stöddu, segir að lokum í tilkynningu Almannavara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi