fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Agnar ákærður enn einu sinni – Var eftirlýstur af Interpol

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. nóvember 2023 10:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskum karlmanni, Agnari Hólm Jóhannessyni, sem er fæddur árið 1966, hefur verið birt fyrirkall og ákæra í Lögbirtingablaðinu. Agnar er sakaður um nokkur brot er varða vopnalög og umferðarlög.

Á síðustu misserum hefur lögregla nokkrum sinnum stöðvað för hans um götur borgarinnar og hefur hann þá reynst vera undir áhrifum ýmissa lyfja og fíkniefna. Einnig hefur hann haft rafmagnsvopn og hníf í fórum sínum.

Agnar Hólm á langan brotaferil að baki. Árið 2017 lýsti Alþjóðalögreglan Interpol eftir honum en þá var hann ákærður fyrir nauðgun, þjófnað og líkamsárás. Lét hann ekki sjá sig við þingfestingu málsins og var því lýst eftir honum. Árið 2018 var Agnar Hólm síðan dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þessi brot.

Á árunum 1987 til 2003 hlaut hann dóma fyrir skjalafals, auðgunarbrot, brot á umferðarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Árið 2010 hlaut hann fangelsisdóm vegna umferðarlagabrota, fíkniefnalagabrots og þjófnaðar.

Þar sem ekki hefur tekist að birta Agnari Hólm ákæru núna er hún birt í Lögbirtingablaðinu og honum birt fyrirkall, svohljóðandi:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður að honum fjarstöddum.“

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 10. janúar 2024.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“