Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældust um 170 jarðskjálftar í hviðunni og voru þetta að mestu leyti smáskjálftar undir 2 að stærð. Einn skjálfti mældist 3 að stærð við fyrstu keyrslu og var hann rétt norður af Hagafelli.
Jarðskjálftahviður hafa verið viðvarandi síðan landris hófst 27. október við Þorbjörn, þó nokkuð rólegt hafi verið síðustu daga. Engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu.