fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Ísland á meðal ríkja sem skrifuðu undir yfirlýsingu vegna Holodomor – Rússar noti enn þá mat sem vopn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 27. nóvember 2023 16:30

Minnisvarði um Holodomor í Kænugarði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudag skrifuðu 55 ríki undir yfirlýsingu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna til að minnast að 90 ár eru liðin frá manngerðu hungursneyðinni Holodomor í Úkraínu. En hún var framin í valdatíð Jósefs Stalíns leiðtoga Sovétríkjanna.

Flest ríkin sem skrifuðu undir yfirlýsinguna eru Evrópuríki og Evrópusambandið gerði það einnig. Einnig Bandaríkin, Kanada, Japan, Suður Kórea, Ástralía og fleiri ríki.

Talið er að í Holodmor hafi á bilinu 3 til 8 milljónir Úkraínumanna dáið. Til að stöðva andóf í Úkraínu tók Stalín matvælaframleiðslu, einkum kornframleiðslu, í síauknum mæli af Úkraínumönnum með skelfilegum afleiðingum. Þöggun ríkti um hungursneyðina þangað til Sovétríkin voru við það að liðast í sundur.

Rússar noti enn þá sömu aðferðir

„Við viljum nota þetta plagg til þess að Holodomor verði áminning fyrir núverandi og komandi kynslóðir um að virða mannréttindi til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,“ sagði Sergiy Kyslytsya, fastafulltrúi Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Rof á matvælaframleiðslu og dreifingu ógnar matvælaöryggi heimsins, sérstaklega fyrir viðkvæmustu hópana. Í dag sé Úkraína að berjast við sama aðila og skipulagði mannskæða hungursneyð fyrir 90 árum.

„Stalín gerði matvæli upptæk og svelti fólk til dauða, Pútín hefur gert allsherjar innrás,“ sagði Kyslytsya og minntist á að Pútín hefði beint spjótum sínum að kornútflutningi á Svartahafi, sem hafi ekki aðeins áhrif á Úkraínu heldur mörg önnur lönd sem reiða sig á úkraínskt korn.

Munurinn á ástandinu núna og fyrir 90 árum sé hins vegar að stærstur hluti heimsins styðji Úkraínu í sinni baráttu.

Yfirlýsing í átta liðum

Yfirlýsingin var í átta liðum. Meðal annars að undirrituð ríki viðurkenni að hungursneyðin var manngerð, fordæmi miskunarlausar aðgerðir stjórnar Stalíns, minnist fórnarlambanna og styðji rannsóknir á harmleiknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina