fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Drífa tekur Ingu á Nasa og RÚV til bæna – „Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, er á þeirri skoðun að umfjöllun í þátttunum Tjútt á RÚV bendi til þess að sennilega eigi Íslendingar lengra í land en talið var varðandi baráttuna við mansal og allar skuggahliðar þeirrar iðju. Þetta kemur fram í aðdsendri grein Drífu á Vísi í morgun en þar vísar hún til þáttar sem var sýndur þann 19. nóvember síðastliðinn og fjallaði meðal annars um nektarstaðina sem að tröllriðu skemmtanalífinu í kringum aldamótin.

Máttu ekki fara út fyrr en átta að morgni

Í þættinum er rætt við Ingibjörgu Örlygsdóttur, sem er betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún var rekstrarstjóri Óðals sem var einn þessara umdeildu staða. Í þættinum lýsir Inga aðstæðum dansaranna á þennan hátt:

„Við vorum náttúrulega með rosalega strikt reglur sem menn kunnu nú svona misjafnlega vel við þegar líða tók á nóttina. Þú gast ekki farið með neinni stelpu neitt, þær voru allar keyrðar í hús sem við áttum, þær máttu ekki fara út fyrr en klukkan átta á morgnana þannig að þú varst ekkert að fara með þær eitthvað eftir vakt. Það fór svona misjafnlega ofan í margan íslenska manninn eftir tíu gin og tonik en á endanum skildu þeir það náttúrulega að ég réði þarna, ekki þeir.”

Eigendurnir réðu yfir konunum

Drífa telur að þessi orð séu sönnun þess að staðirnir hafi verið smánarblettur á samfélaginu og að aðstæður kvennanna sem þar „unnu“ hafi verið óboðlegar, sér í lagi því að þær gátu ekki um frjáls höfuðið strokið eins og orð Ingu er til vitnis um.

„Þeim var smalað eins og búfénaði á nóttunni og settar í húsnæði á vegum atvinnurekanda sem hafði hagnýtt líkama þeirra með skipulögðum hætti á súlum staðarins. Eigendurnir réðu yfir konunum, hvað þær gerðu, hvar þær bjuggu og hvenær þær væru frjálsar ferða sinna. Á nútímamáli heitir þetta grunur um mansal,“ skrifar Drífa.

Hún bendir á að hér á landi sé reynt að byggja upp viðbragð við slíkum grunsemdum svo að hægt sé að stöðva slíka starfsemi en enn dragi íslensk stjórnvöld lappirnar. Enn hafi aðeins einn dómur í mansalsmáli staðist á hærra dómstigi og það hafi verið fyrir þrettán árum sínaum.

„Það má aldrei gerast aftur“

„Á hverju ári kemur hins vegar upp fjöldi mála þar sem grunur leikur á að um mansal sé að ræða en þau hafa ekki farið alla leið í gegnum kerfið. Með skipulögðu samstarfi fjölda fólks og samstarfssamningi Bjarkarhlíðar við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um mansalsmál horfir vonandi til betri tíðar. Brotaþolar mansals þurfa stuðning, öryggi og réttlæti. Manseljendur, hvort sem þeir brjóta á fólki í vændisþrælkun, vinnuþrælkun eða með annarri hagnýtingu verða að sæta afleiðingum. Einungis þannig upprætum við mansal í fjölbreyttum myndum,“ skrifar Drífa.

Hún segir það skjóta skökku við að á meðan fjöldi fólks vinnur við að uppræta þessa starfsemi hér á landi þá birtist Inga í spjallþætti á RÚV og lýsi því hreint út hvernig farið var með konurnar sem unnu á þessum stöúm.

„Í kvölddagskrá RÚV, í skemmtiþætti, eins og ekkert sé eðlilegra. Við eigum sennilega lengra í land en við héldum. Það er ljóst að við þurfum uppgjör við fortíðina og hvernig við leyfðum því að gerast, sem þarna er lýst svo fjálglega. Það má aldrei gerast aftur,“ skrifar Drífa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill Þór er látinn

Egill Þór er látinn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“

Óveður á aðfangadagskvöld: „Líklegt að veðrið muni hafa áhrif á jólin á stórum hluta landsins þetta árið“
Fréttir
Í gær

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“

Sigríður segir Helga ekki geta verið vararíkissaksóknari þrátt fyrir úrskurð ráðherra – „Ber meiri keim af einelti en lögfræði“
Fréttir
Í gær

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“

Kvikmyndagerðarmaður auglýsir eftir uppljóstrara – „Ef þú býrð yfir upplýsingum sem snerta okkur öll…“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka

Egill Helgason fékk heldur betur „rausnarlega“ gjöf frá Íslandsbanka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg

Íslenskur skurðlæknir vinnur við að bjarga slösuðum eftir árásina í Magdeburg