fbpx
Þriðjudagur 28.janúar 2025
Fréttir

Arndís Anna hafnar því að hafa verið ofurölvi – „Þetta er slúður“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. nóvember 2023 12:18

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þing­kona Pírata, vísar því alfarið á bug að hún hafi dáið áfengisdauða inni á salerni skemmtistaðarins Kíkí áður en hún var hand­tek­in af lög­reglu um helgina. Umræddar fullyrðingar komu fram í frétt á Nútímanum og voru sagðar fengnar frá heimildarmanni innan lögreglunnar.

„Þegar dyraverðir skemmtistaðarins fóru að kanna hvers vegna salernið hafði verið læst í svo langan tíma, þar sem vísa átti gestum út vegna lokunar, komu þeir að þingmanninum og vöktu hann. Arndísi Önnu hefur greinilega brugðið við þetta, eins og hún greinir frá sjálf, og brást hún því hin versta við og þess vegna var kallað eftir aðstoð lögreglu,“ sagði í fréttinni. Þá var vísað í færslu í dagbók lögreglu þar sem sagði að  „dyra­verðir á skemmti­stað í miðbæn­um óska eft­ir aðstoð lög­reglu við að fjar­lægja ofurölvi aðila af staðnum“ og var fullyrt að sú færsla ætti við mál þingkonunnar.

Hún hafi í framhaldinu verið handtekin, flutt á lögreglustöð og aðeins sleppt úr haldi þegar ljóst var að rekstraraðilar skemmtistaðarins ætluðu ekki að leggja fram kæru.

Í samtali við Mbl.is vísar Arndís Anna þessu alfarið á bug. „Þetta er slúður. Hvor­ugt er rétt,“ seg­iir þingkonan og fullyrðir að hún hafi ekki verið að gera neitt sem að komi fólki við inni á salerni staðarins. Hún segist þó ekki vilja tjá sig frekar um málið en vísar í yfirlýsingu sem hún ritaði um helgina.

Málið þykir nokkuð sérstakt en Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefur sagt að hana reki ekki minni til þess að þingmaður hafi áður verið handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar

Ákærður fyrir nauðgun – Notfærði sér yfirburði sína vegna aðstöðumunar
Fréttir
Í gær

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir

Kleini auglýsir lúxusgullkúlublómapotta keypta á AliBaba- Álagningin er yfirgengileg en frí heimsending fylgir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur

Verslunin Iceland kynnti nýjar og furðulegar innkaupakerrur og körfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu

Friðrik Ólafsson níræður í dag – Haldið upp á afmælið í Hörpu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“

Sverrir Einar segir að dansara hans hafi verið vísað ólöglega úr landi – „Þetta er alvarlegt brot á réttindum konunnarׅ“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis

Lögmaður leggur til að hætt verði að sækja fólk til saka vegna neysluskammta af kannabis