fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Þrír fluttir á slysadeild eftir bruna í Árbæ – Einn þungt haldinn

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 08:32

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttum Vísis, RÚV og MBL í morgun kemur fram að þrír einstaklingar hafi verið fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Stangarhyl í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í morgun. Einn þeirra er sagður vera þungt haldinn.

Stefán Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, sagði MBL að sækja hafi þurft þann sem ligg­ur þungt hald­inn á slysa­deild inn í húsið en aðrir komist út af sjálfs­dáðum.

Eld­ur­inn kviknaði klukk­an 5:50 og var allt til­tækt slökkvilið sent á staðinn. Búið er að slökkva eld­inn og verið er að reykræsta.

Stefán tjáði Vísi að umrætt húsnæði sé ekki byggt sem íbúðarhúsnæði en búið hafi verið að útbúa litlar íbúðir innan þess.

Þetta er að minnsta kosti þriðji stóri bruninn sem upp kemur á undanförnum mánuðum í húsnæði sem nýtt var til búsetu en ekki byggt sem slíkt. Í sumar kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði sem nýtt var til búsetu og komust sumir íbúar naumlega undan eldinum.

Í síðasta mánuði lést síðan maður í bruna í húsnæði við Funahöfða í Reykjavík sem búið var í en var ekki hugsað til búsetu.

Sjá einnig: Eldsvoði á Funahöfða – einn lést í brunanum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“