fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ráðuneyti segir Mosfellsbæ hafa brotið lög

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 14:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að lóðaúthlutun í Mosfellsbæ sem kærð var til ráðuneytisins í lok síðasta árs sé ólögmæt. Lóðin var auglýst til úthlutunar og loks úthlutað til fyrirtækis en tvö önnur fyrirtæki sem sótt höfðu um lóðina lögðu fram sameiginlega stjórnsýslukæru til ráðuneytisins og sögðu meðal annars bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hafa breytt skilmálum úthlutunarinnar eftir að hún var auglýst, í trássi við lög.

Úrskurðurinn féll 9. nóvember síðastliðinn en hefur ekki enn verið birtur á vefsíðu Stjórnarráðsins. DV hefur hins vegar úrskurðinnundir höndum.

Í úrskurðinum segir að í desember 2022 hafi fyrirtækin Pálssonar og Co ehf. og Tekkk ehf. kært ákvörðun Mosfellsbæjar um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3, í bænum, til Íslensk bandaríska ehf. Hafi þess verið krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi og að viðurkennd yrði skylda Mosfellsbæjar til þess að fara að útboðsskilmálum við ákvörðun um úthlutun á lóðinni.

Segir í úrskurðinum að fyrirtækin sem kærðu hafi með sameiginlegri umsókn sótt um úthlutun lóðarinnar eftir að sveitarfélagið hafi áður auglýst að lóðin kæmi til úthlutunar. Mosfellsbær hafi tekið umsóknir alls fjögurra umsækjenda til skoðunar. Bæjarráð sveitarfélagsins hafi síðan tekið ákvörðun um úthlutun lóðarinnar til Íslensk bandaríska ehf. og sú ákvörðun verið staðfest í bæjarstjórn í nóvember 2022.

Kærendur fóru fram á að réttaráhrifum úthlutunarinnar yrði frestað á meðan kæran væri til meðferðar í innviðaráðuneytinu en ráðuneytið hafnaði því.

Skilmálum hafi verið breytt eftir á

Í úrskurðinum segir um rök fyrirtækjanna sem kærðu úthlutunina að málsmeðferð Mosfellsbæjar hafi leitt til þess að Íslensk bandaríska ehf. hafi eitt verið talið hæfasti umsækjandinn í stað kærenda, sem hefðu annars fengið lóðina ef upphaflegir úthlutunarskilmálar sveitarfélagsins hefðu staðið óbreyttir. Ólögmæt háttsemi sveitarfélagsins hafi falist í því að breyta hæfisskilyrðum eftir lok umsóknarfrests og án tilkynninga til umsækjenda. Þannig hafi matsnefnd á vegum sveitarfélagsins ákveðið að meta umsækjendur út frá nýjum hæfisskilyrðum sem ekki hefðu verið kynnt umsækjendum.

Þar er vísað til þess að nýir skilmálar um fjárhagslega getu hafi verið teknir inn sem þáttur í mati matsnefndar í stað þess að fjárhagsleg geta hafi verið skilyrði fyrir því að umsókn væri tekin til afgreiðslu. Ákvæði um byggingarsögu hafi einnig verið tekin út úr hæfismati. Þetta hafi verið gert án þess að tilkynna kærendum um breytingarnar og leiðbeina þeim um hvaða áhrif þessar breytingar kynnu að hafa á umsókn þeirra.

Fyrirtækin sem kærðu sögðu að á fundi hafi bæjaryfirvöld gefið þær skýringar að þau hefðu ekki fengið úthlutað lóðinni þar sem þau hafi sótt um hana fyrir hönd óstofnaðs félags og gætu því ekki staðist kröfur um fjárhagslega getu. Í kærunni sögðu fyrirtækin að ákvörðunin hafi verið tekin án þess að sveitarfélagið hafi tilkynnt þeim þetta eða leiðbeint um hvernig mætti bæta úr umsókninni svo hægt yrði að taka til greina gögn sem fylgt hafi fylgt henni og sýnt fram á fjárhagslega getu fyrirtækjanna. Fyrirtækin hafi einnig verið einu umsækjendurnir sem hafi verið með byggingarsögu í Mosfellsbæ. Töldu fyrirtækin að inngrip sveitarfélagsins hafi haft bein áhrif á niðurstöðu úthlutunarinnar og hafi verið sniðið til þess að koma lóðinni til Íslensk bandaríska ehf.

Fyrirtækin sögðu málsmeðferð Mosfellsbæjar hafi ekki samrýmst ákvæðum stjórnsýslulaga og vísuðu m.a. til leiðbeiningarskyldu stjórnvalda, rannsóknarreglu, jafnræðisreglu, meðalhófsreglu, og andmælaréttar.

Neita að skilmálum verið breytt eftir á

Í úrskurðinum segir um mótrök Mosfellsbæjar að því sé hafnað að breytingar hafi verið gerðar á því sem kærendur kalli hæfisskilyrði. Í skilmálum útboðsins hafi verð og byggingarsaga verið nátengd. Áform Íslensk bandaríska um lóðina hafi fallið best að viðmiðum matsnefndar. Fyrirtækið hafi einnig sýnt fram á fjárhagslega getu með ársreikningum sínum og staðfestingu frá fjármálastofnun.

Mosfellsbær benti á að óumdeilt væri að í útboðsskilmálum um lóðina hafi verið ófrávíkjanlegt skilyrði um fjárhagslega getu og hæfi umsækjenda. Umsókn fyrirtækjanna sem kærðu hafi verið í nafni óstofnað félags og af þeirri ástæðu hafi skilyrði um framlagningu ársreikninga síðustu tveggja ára sem skyldu sýna jákvæða eiginfjárstöðu ekki verið uppfyllt.

Sveitarfélagið hafi getað hafnað umsókninni þegar í stað en ákveðið, til að gæta meðalhófs, að gefa fyrirtækjunum 0 stig vegna þessa þáttar í mati á umsókn þeirra. Skilyrði fyrir fjárhagslegri getu sé alvanaleg í úthlutunum af þessu tagi og dómar Landsréttar hafi staðfest lögmæti þeirra.

Leiðbeiningar hafi getað raskað jafnræði

Í úrskurði ráðuneytisins segir enn fremur að Mosfellsbær hafi í andsvörum sínum vísað til þess að almennt verði að gera þá kröfu til umsækjenda um lóðir, sérstaklega atvinnulóðir, að þeir beri ábyrgð á umsókn sinni og að réttum gögnum
sé skilað. Það eigi sérstaklega við þegar umsækjendur séu sérfræðingar á sviði rekstrar
fasteigna líkt og fyrirtækin sem kærðu úthlutunina.

Fyrirtækin hafi ekki leitað til sveitarfélagsins um nánari skýringar og að sveitarfélaginu hafi ekki borið skylda til að hafa frumkvæði að því að leiðbeina þeim um skilyrði úthlutunarskilmála sem séu hefðbundin ákvæði við úthlutun lóða og byggingarréttar. Slíkt hefði beinlínis raskað jafnræði meðal umsækjenda. Jafnframt mótmælti sveitarfélagið því að kærendur hafi uppfyllt skilyrði um fjárhagslegt hæfi.

Í andsvörum sínum við mótrökum Mosfellsbæjar bentu fyrirtækin meðal annars á að þau hafi skilað ársreikningum ásamt skýrum upplýsingum um fjárhagsstöðu félaganna og lánsvilyrði viðskiptabanka þeirra. Það að þessi félög hafi sótt um lóðina sameiginlega fyrir hönd óstofnaðs félags sé í takt við venjuleg viðskipti og eigi ekki að hafa áhrif á mat á fjárhagslegri stöðu. Vísuðu kærendur til þess að Íslensk bandaríska hafi tilgreint í umsókn sinni að verið væri að sækja um lóðina með þeirri hugmynd að óstofnað félag myndi eiga verkefnið en fyrirtækið síðan leigja húsið af því félagi.

Hafi átt að leiðbeina þótt um sérfræðinga hafi verið að ræða

Í niðurstöðu innviðaráðuneytisins segir að ekki sé gerð athugasemd við útboðsskilmála Mosfellsbæjar vegna umræddrar lóðar.

Það segir í úrskurðinum að ekki megi ráða af skilmálunum að aðili sem hafi skilað umsókn í nafni óstofnaðs félags uppfylli ekki ákvæði skilmálanna. Það sé ekki sjálfgefið að sérfræðiþekking umsækjenda á rekstri fasteigna hafi leitt til þess að sveitarfélagið hafi ekki þurft að leiðbeina þeim um umsókn þeirra. Ljóst sé að kærendur hafi talið sig uppfylla skilyrði úthlutunarinnar um gögn sem sýndu fram á fjárhagslega getu. Hafi svo ekki verið hafi Mosfellsbæ borið skylda, í samræmi við stjórnsýslulög, til að veita þeim leiðbeiningar um slíkt.

Þessi málsmeðferð Mosfellsbæjar hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög en þessi annmarki á henni hafi ekki verið það verulegur að ógilda beri úthlutun lóðarinnar til Íslensk bandaríska ehf. Sé það einkum vegna þess að sveitarfélagið hafi ekki hafnað umsókn kærenda þegar í stað.

Er það einnig niðurstaða ráðuneytisins að skilmálum lóðaúthlutunarinnar hafi verið breytt eftir að umsóknarfrestur rann út eins og kærendur héldu fram. Skilmálarnir hafi legið fyrir á vefsíðu Mosfellsbæjar en matsnefnd hafi í mati sínu steypt saman í einn matsþátt mati á byggingarsögu umsækjenda og verði sem þeir buðu en þessir þættir hafi verið aðskildir í auglýstum útboðsskilmálum. Þarna hafi verið komin nýr þáttur í útboðsskilmála sem hét fjárhagsleg staða. Kærendur hafi hvorki verið upplýstir um þessa breytingu né verið gefinn kostur á að leggja fram viðbótargögn vegna hennar.

Þar af leiðandi sé það ljóst að Mosfellsbær hafi brotið stjórnsýslulög með því að leggja ófullnægjandi grundvöll að mati sínu á umsóknum kærenda með slíkum skorti á gagnaöflun.

Í ljósi alls þessa úrskurðar ráðuneytið úthlutun lóðarinnar ólögmæta en tekur sérstaklega fram að hún verði ekki ógilt þar sem Íslensk bandaríska ehf. hafi þegar verið úthlutað henni.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?