fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

NBA-leikmaður grunaður um að vera í sambandi með unglingi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 10:00

Josh Giddey á stjörnuhelgi NBA-deildarinnar árið 2022. Mynd: Wikimedia - Erik Drost

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að Josh Giddey sem leikur með liði Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta sæti nú rannsókn deildarinnar. Er hann grunaður um að hafa átt í „óviðeigandi“ sambandi með einstaklingi sem er undir lögaldri. Giddey er sjálfur 21 árs gamall en eins og oft hefur komið fram í fréttum eru ströng viðurlög í Bandaríkjunum við því að fullorðnir einstaklingar eigi í kynferðislegum eða öðrum samskiptum sem þykja óeðlileg við fólk undir 18 ára aldri.

Ekki hefur verið greint nánar frá sambandinu í fréttum. Í fréttum CBS af málinu kemur fram að ásakanirnar í garð Giddey hafi fyrst verið settar opinberlega fram á samfélagsmiðlum síðastliðinn miðvikudag.

Þrátt fyrir rannsóknina lék Giddey með liði sínu í gærkvöldi í tapi gegn liði Philadelphia 76ers.

Mark Daigneault þjálfari Oklahoma City Thunder sagði stöðu Giddey innan liðsins óbreytta út frá körfuboltalegu sjónarmiði. Hann sagði að félagið hefði engar upplýsingar um málið og að rannsóknin væri í höndum yfirstjórnar deildarinnar.

Giddey ræddi við fjölmiðla síðastliðinn föstudag en neitaði að tjá sig um ásakanirnar. Hann sagðist hafa skilning á því að fréttamenn vildu vita meira um málið en hann hefði ekkert að segja á þessu stigi.

Giddey, sem er frá Ástralíu, hefur leikið með liðinu síðan 2021. Á síðustu leiktíð skoraði hann tæplega 16 stig að meðaltali í leik en á yfirstandandi leiktíð er meðaltalið 12 stig í leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra

Fast skotið á Eyjólf ráðherra: Þetta sagði hann 9. október – Síðan varð hann ráðherra
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum

Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum ákærður – Sökuð um að stela úr lyfjaskápnum
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“

Stakk lögregluna af en gómaður í kannabisskýi sama dag – „You guys are slow“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“

Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“
Fréttir
Í gær

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti

Sjáðu hvað Trump sagði um Grænland eftir að hann var svarinn í embætti