fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Fréttir

Heimilisbókhald Íslendinga: 20 þúsund krónur í fíkniefni og 7 þúsund í vændi

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimilisbókhald Íslendinga: 20 þúsund krónur í fíkniefni og 7 þúsund í vændi

Sumir halda nákvæmt heimilisbókhald. Þeir sem ekki gera það þurfa þó ekki að örvænta því að Evrópusambandið heldur úti yfirliti yfir heimilisbókhald álfunnar, þar á meðal Íslendinga.

Í nýjum tölum frá Tölfræðistofnun sambandsins kemur fram að Íslendingar hafi meðal annars eytt 2,9 milljörðum króna í vændiskaup á árinu 2022. Þetta gera 7.478 krónur á hvert mannsbarn. Þetta er hærri upphæð en Íslendingar eyddu í póstþjónustu. Hver Íslendingur eyddi aðeins 5.674 krónum í póstsendingar á árinu.

Dóp fyrir rúma 8 milljarða

Matur og drykkur er stór útgjaldaliður í heimilisbókhaldi hverrar fjölskyldu. Íslendingar eyddu 255,8 milljörðum í mat og óáfenga drykki. Kostar það 54.974 krónur á mánuði að fæða hvern Íslending eða 1.807 krónur á dag.

Íslendingar eyddu 48,4 milljörðum í áfengi.

Reyndar ekki, því að inn í þessar tölur vantar útgjöld til veitingahúsa og hótela. Sá kostnaður er 63.312 krónur á mánuði eða 2.081 krónur á dag.

Íslendingar eyddu einnig 48,4 milljörðum króna í áfengi árið 2022. Eða 124.820 krónur að meðaltali. Í tóbak fóru 40.489 krónur, tala sem hefur farið lækkandi undanfarin ár. Nokkur aukning hefur hins vegar orðið í fíkniefnakaupum. Samanlögð kaup námu 8,4 milljörðum króna á árinu, eða 21.670 á mann.

Næstum 200 þúsund í föt

Fatnaður er stór útgjaldaliður Íslendinga. Kostaði það 158.088 að klæða hvern Íslending á síðasta ári. Það er fyrir utan skó. Það kostaði 34.300 krónur.

Húsnæðiskostnaður var 788.378 krónur, viðhald fasteigna 39.973 og ýmis önnur þjónusta tengd húsnæði 39.973 krónur á hvert mannsbarn. Rafmagns og eldsneytiskostnaður var 104.692 krónur.

Vitaskuld þarf að innrétta húsnæði. 262.019 krónur fóru í húsgögn og innréttingar, 25.273 í lín og dúka, 42.552 í heimilistæki og 19.600 í borðbúnað. Það þarf líka að hamra þetta allt saman og eyddu Íslendingar að meðaltali 15.216 krónum í verkfæri til þess.

Dýrt að reka bíl

58.800 krónur fóru í ýmsar heilbrigðisvörur og tæki, aðeins 2.063 í spítalaþjónustu en 73.242 í aðra heilbrigðisþjónustu.

Bílakostnaður er ærinn. Hver Íslendingur varði 213.793 krónum í bílakaup á árinu en rúmlega tvöföld sú upphæð fór í rekstur ökutækis, 495.412 krónur.

Mörgum svíður kostnaðurinn við að reka bíl. Mynd/Valli

Aðrar samgöngur rifu minna í budduna. 85.878 krónur á haus á árinu 2022.

Mikið í græjur en minna í gæludýr

Íslendingar eru tækjaóðir. 147.515 eyddu þeir í fjarskiptaþjónustu á árinu og 91.036 í kaup á ýmsum tækjabúnaði, svo sem sjónvörpum, myndavélum eða tölvum.

Þeir eru augljóslega minna fyrir útiveru því að aðeins 60.863 krónum var varið til umhirðu garðs og uppihalds gæludýra.

60.347 krónur fóru í dagblöð, bækur og skrifstofuvörur, 49.257 í menntun, 129.720 í snyrtivörur og sjálfsrækt og 72.725 krónur í pakkaferðir til útlanda.

Tryggingafyrirtækin taka sitt. 55.962 krónur á hvern Íslending tóku þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur

Enn ruglast tælenskir fjölmiðlar á löndum – Íri í haldi lögreglu vegna andláts konu en er sagður íslenskur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“

Katrín í Lumex svarar lektornum – „Ef hún er með einhverja hefnd og grimmd þá má hún eiga hana. Ég á enga óvini“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður

Ný ríkisstjórn kynnt við vetrarsólstöður