fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Greindist með alnæmi eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – „Það voru ekki margir dagar í dauðann“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 11:30

Riduan er nú bundinn við hjólastól og getur ekki unnið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mállaus og heyrnarlaus innflytjandi, Riduan að nafni, fór í alls 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir vegna óútskýrðra kvilla áður en hann loks greindist með alnæmi á Landspítalanum í október árið 2016. Þá var hann kominn með heilahimnubólgu og búinn að missa allan mátt í fótunum.

Riduan, sem er samkynhneigður maður frá Indónesíu, og íslenskur eiginmaður hans, Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, hafa reynt að sækja bætur en Sjúkratryggingar segja málið fyrnt. Einnig hafa þeir lagt inn kvörtun til Landlæknis um meðferð málsins gagnvart Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en ekki orðið ágengt. Í dag er Riduan 100 prósent öryrki og hafa þeir steypt sér í skuldir vegna lögfræðikostnaðar.

„Þetta er búið að taka óhemju tíma og ég er orðinn þreyttur,“ segir Guðmundur. „Það er endalaust verið að skoða málið og senda það á milli Landlæknis og lögfræðings. Núna get ég ekki borgað meira. Kostnaðurinn er kominn í þrjár milljónir og skuld á þá fjórðu.“

Veikari og veikari

Riduan og Guðmundur hafa verið giftir í um fimmtán ár. Riduan er mállaus og heyrnarlaus frá fæðingu og eiga þeir ekki mjög auðvelt með tjáskipti. Framan af notuðu þeir stikkorð og handabendingar því Riduan skildi aðeins indónesískt táknmál og takmarkaðan varalestur á ensku. Í seinni tíð hefur hann byrjað að læra íslenskt táknmál.

Áður en veikindin komu upp starfaði Riduan hjá Myllunni, var heilsuhraustur og stundaði líkamsrækt. Bjuggu þeir þá í Garðinum á Suðurnesjum. Árið 2012 til 2016 varð Riduan sífellt veikari og leitaði til heilbrigðisstofnana, einkum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, en aldrei fannst ástæða veikindanna.

Veikindin lýstu sér í höfuðverkjum, bakverkjum, brjóstverkjum, sjóntruflunum, þvagteppu og fleiru. Þegar hann fór heim til Indónesíu átti hann mjög erfitt með hitann. Árið 2015 var Riduan orðinn mjög veikur.

Ekki margir dagar í dauðann

Ástæða veikindanna fannst loks þegar Riduan var sendur á bráðamóttöku Landspítalans þann 11. október árið 2016. Þá var hann hættur að geta staðið í lappirnar. Tekin var blóðprufa og kom þá í ljós að hann var HIV jákvæður og með heilahimnubólgu.

„Þar var hann innlagður mjög fljótlega. Það var tekið blóðsýni og þá sást hvað væri að. Hann var orðinn mjög langt leiddur. Það voru ekki margir dagar í dauðann,“ segir Guðmundur.

Fékk hann mikla lyfjameðferð og lá inni á spítalanum í mánuð. Við tók sex mánaða dvöl á endurhæfingardeildinni á Grensásvegi. Síðan þá hefur hann verið heima hjá sér en hjónin eru nú flutt til Reykjavíkur.

Að sögn Guðmundar er heimilið eins og lítil sjúkrastofa. Tæki úti um allt og Riduan bundinn við hjólastól. Hann er 100 prósent öryrki í dag og Guðmundur segist ekki eiga von á því að hann vinni aftur nema þá kannski hluta úr degi.

„Hann getur núna bjargað sér til að elda mat og svoleiðis. Ég reikna ekki með að hann vinni aftur nema í mesta lagi lítinn hluta dags. Hann verður mjög fljótt þreyttur,“ segir Guðmundur.

Fórnarlamb veikburða heilsugæslu

Fyrir hönd Riduans sendi lögmaður inn kvörtun til Landlæknisembættisins þann 18. september árið 2020. Tiltók hann að á fimm árum hefðu verið skráðar 23 komur á heilbrigðisstofnanir, þar af 21 til læknis og 2 til hjúkrunarfræðings. 16 af þessum komum voru á heilsugæsluna á Suðurnesjum, til 13 lækna. Blóðprufa hafi ekki verið tekin sem hefði geta sýnt fram á smitið.

Í greinargerð óháðs læknis kemur fram að engar forsendur hafi verið til að meta hvort um sé að ræða vanrækslu eða ekki. Þorri heimsóknanna hafi verið bráðamóttökur þar sem verið var að fást við eitt vandamál í hvert skipti.

Sjúkratryggingar Íslands segja málið fyrnt. Mynd/SÍ

Vöntun á samfellu í læknisþjónustu hafi hugsanlega átt þátt í tengslaleysi. Það sé vegna læknaskorts. Sagði læknirinn að ekki verði annað séð en að Riduan hafi fengið þjónustu í samræmi við umkvörtunarefnin en að öflug heilsugæsla þar sem hver sjúklingur hafi sinn fasta heimilislækni kynni að hafa breytt gangi sjúkrasögu Riduans.

„Líta má á hann sem fórnarlamb veikburða heilsugæslu sem ekki var á ábyrgð einstakra veitenda hennar,“ segir læknirinn.

Þá hafi það verið á ábyrgð Riduan að hafa ekki komið á framfæri áhyggjum sínum um hugsanlegt HIV smit fyrr. En einn af megin áhættuþáttunum fyrir HIV smit er samkynhneigð. Guðmundur segir að Riduan hafði smitast eftir mök við annan mann sem hafði hótað honum öllu illu ef hann segði frá kynnum þeirra.

Skildi ekki greininguna

Þann 24. nóvember árið 2020 var sótt um bætur til Sjúkratrygginga Íslands fyrir Riduan en þeirri beiðni var hafnað. Að sögn Sjúkratrygginga var málið fyrnt. Það er að meira en fjögur ár voru liðin frá greiningu þar til sótt var um bæturnar.

Lögmaður Riduans fór fram á endurupptöku og benti á að Riduan hefði ekki gert sér grein fyrir ástandi sínu á þeirri stundu sem hann var greindur, einnig að frekari rannsóknir hafi staðið yfir fram í desember árið 2016. Það hafi ekki verið fyrr en á fundi með tveimur túlkum í lok marsmánaðar árið 2017 sem Riduan hafi fyllilega gert sér grein fyrir ástandi sínu. Fram að því hafi ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til þess að tryggja að hann fengi þann stuðning sem hann á rétt á vegna sinnar fötlunar.

Um þennan fund með Riduan, frá 28. mars árið 2017, er skrifað í sjúkragögn:

„Hittum [kæranda] með túlkum í gær 28.3 og fengust svör við ýmsum spurningum. […] Eftir spjallið skyldi hann betur horfur sínar og hvers vegna er mikilvægt fyrir hann að þjálfa upp hjólastólafærni. […] Hefur meiri skilning á ástandi sínu og horfum sem og áherslum í þjálfun eftir spjall með túlkum. Þarf að hafa reglulega fundi með túlkum til að koma fræðslu á framfæri.“

Endurupptökunni var hins vegar hafnað og sagt að ákvörðun Sjúkratrygginga hafi ekki verið byggð á röngum eða ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“