fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Engar skriflegar eignarheimildir Reykjavíkurborgar yfir styttunni umdeildu sagðar vera til staðar

Jakob Snævar Ólafsson
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og helstu fjölmiðlar landsins hafa greint frá ákvað borgarráð Reykjavíkurborgar á fundi sínu síðastliðinn fimmtudag að styttan Séra Friðrik og drengurinn, sem staðið hefur á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs verði tekin niður og flutt í geymslur Listasafns Reykjavíkur. Kemur þessi ákvörðun í kjölfar ásakana á hendur Séra Friðriki Friðrikssyni, eins helsta hvatamanns að stofnun KFUM og KFUK á Íslandi auk íþróttafélagana Vals og Hauka, um kynferðisbrot. Í gögnum sem fylgja fundargerð borgarráðs kemur hins vegar fram að litið sé svo á og gengið út frá því að Reykjavíkurborg eigi styttuna en engar skriflegar eignarheimildir yfir verkinu hafi hins vegar fundist.

Í greinargerð borgarstjóra segir að styttan hafi verið reist árið 1955 að tilstuðlan gamalla
nemenda séra Friðriks. Samið hafi verið við yfirvöld, ríki og borg, um staðsetninguna. Myndhöggvarinn Sigurjón Ólafsson (1908-1982) hafi verið fenginn til verksins.

Í greinargerðinni er sagt að styttan sé í eign borgarinnar og enginn vafi virðist talinn leika á því:

„Samkvæmt samþykktum um Listasafn Reykjavíkur frá 2013 þá hefur safnið umsjón með listaverkaeign Reykjavíkurborgar, þar með talið myndverkum á almannafæri.“

Með greinargerðinni fylgja umsagnir Listasafns Reykjavíkur og stjórnar KFUM og KFUK. Stjórn samtakanna gerir enga athugasemd við að styttan verði fjarlægð. Í umsögninni segir að styttan sé „á forræði Reykjavíkurborgar“.

Í umsögn Listasafns Reykjavíkur er auðsýnilega einnig talið augljóst að Reykjavíkurborg eigi styttuna.

Með fundargerðinni fylgir hins vegar einnig minnisblað Embættis borgarlögmanns.

Fjallar minnisblaðið einkum um þau meginsjónarmið sem gilda „um heimild Reykjavíkurborgar til að taka listaverk sem eru í hennar umsjá úr birtingu og færa í geymslu og hvort slíkt geti falið í sér brot gegn sæmdarrétti höfunda viðkomandi listaverka.“

Er það niðurstaða minnisblaðsins að flutningur styttunnar muni ekki brjóta gegn sæmdarrétti höfundar styttunnar, Sigurjóns Ólafssonar. Er ekki síst vísað til þess að Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur hafi í umsögn safnsins tekið sérstaklega fram að gætt verði varúðar við að taka styttuna niður og gengið frá henni við ákjósanlegar aðstæður í geymslum safnsins. Hins vegar segir í lok minnisblaðsins eftirfarandi um eignarheimildir yfir styttunni:

„Endanlegur geymslustaður verksins verður þó að ráðast af eignarheimildum yfir því.
Samkvæmt upplýsingum frá safnstjóra Listasafns Reykjavíkur hefur verkið verið talið í eigu Reykjavíkurborgar frá því að það var sett upp. Ekki hafa þó fundist skriflegar eignarheimildir yfir verkinu. Geri ekki aðrir tilkall til verksins er því ekkert sem girðir fyrir að Reykjavíkurborg færi verkið í eigin geymslu með framangreindum hætti.“

Af þessu má ráða að ekkert skriflegt sé til staðar um eign Reykjavíkurborgar yfir styttunni og samsvarandi heimildir til að ráðstafa henni en hún talin vera í eigu borgarinnar. Ólíklegt verður hins vegar að teljast að nokkur annar aðili muni gera tilkall til hennar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá