fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Einn af hverjum fimm mætir ekki í meðferð

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. nóvember 2023 11:00

18 prósent mættu ekki árið 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í hverjum mánuði berast 230 beiðnir að meðaltali um innlögn á sjúkrahúsið Vog. Um 500 til 700 manns eru á biðlista á hverjum tíma.

Þetta kemur fram í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur, þingmanns Pírata.

Kemur fram að nokkur hluti fólks afþakki eða mæti ekki í meðferð þegar röðin kemur að þeim. Árið 2022 voru þetta 18 prósent einstaklinga, eða tæplega fimmti hver. 82 prósent þáðu og mættu á Vog þegar röðin kom að þeim.

Í svari Willums kemur einnig fram að biðlistinn hafi styst. Það er að SÁÁ hafi á undanförnum gripið til þess ráðs að koma á fót göngudeild fyrir þá sem ekki þurfa á meðferð vegna fráhvarfa.

„Aðgerðirnar hafa leitt til þess að beiðnum um innlögn á sjúkrahúsið Vog hefur fækkað og biðtími eftir innlögn styst þannig að flestir komast að innan 90 daga viðmiðs embættis landlæknis um biðtíma,“ segir í svari Willums.

Einnig að almennt sé ekki biðlisti á meðferðarstöðinni Vík.

Þá er unnið að því að gera nýjan heildarsamning á milli Sjúkratrygginga Íslands og SÁÁ sem taki við af fjórum eldri samningum. Innan eins heildarsamnings verði auðveldara fyrir SÁÁ að forgangsraða verkefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“