fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Viðbúnaður í Grafarholti eftir hnífstungu í nótt – Talið tengjast árásinni á Litla-Hrauni í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 09:27

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var stunginn með hnífi í Reykjavík í nótt. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við RÚV. Sá slasaði er ekki í lífshættu en rannsókn málsins er á byrjunarstigi. Handtökur hafa átt sér stað en lögregla óviss hvort að meintur gerandi sé einn þeirra sem í haldi.

RÚV hefur heimildir fyrir því að árásin hafi átt sér stað í Grafarholti og að hún tengist stunguárás sem átti sér stað í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær, sem og skotárás í Úlfarsárdal í síðasta mánuði.

Grímur sagðist ekki geta staðfest tengsl málanna en tók þó fram að lögregla er með sérstakan viðbúnað vegna aukinnar tíðni árása. Áhyggjur séu af erjum milli hópa og viðbúnaður í samræmi við það.

DV fékk ábendingu um að viðbúnaður lögreglu í Grafarholti sé nokkur nú í morgunsárið og meðal annars búið að loka Reynisvatnsásnum og er umferð beint annað.

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið samfanga sinn ítrekað á Litla-Hrauni í gær er Ingólfur Kjartansson sem nýlega hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás með þrívídda prentaðri byssu. Sá sem fyrir árásinni varð situr á Litlta-Hrauni grunaður um að bera ábyrgð á skotárás í fjölbýlishúsi í Úlfarásdal nýlega.

Sjá einnig:

Ingólfur grunaður um hnífsstungu á Litla-Hrauni – Sagðist vera hættur í glæpum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt