fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Viðbúnaður í Grafarholti eftir hnífstungu í nótt – Talið tengjast árásinni á Litla-Hrauni í gær

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 09:27

Grafarholt og Úlfarsárdalur - Mynd: Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var stunginn með hnífi í Reykjavík í nótt. Þetta staðfesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við RÚV. Sá slasaði er ekki í lífshættu en rannsókn málsins er á byrjunarstigi. Handtökur hafa átt sér stað en lögregla óviss hvort að meintur gerandi sé einn þeirra sem í haldi.

RÚV hefur heimildir fyrir því að árásin hafi átt sér stað í Grafarholti og að hún tengist stunguárás sem átti sér stað í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær, sem og skotárás í Úlfarsárdal í síðasta mánuði.

Grímur sagðist ekki geta staðfest tengsl málanna en tók þó fram að lögregla er með sérstakan viðbúnað vegna aukinnar tíðni árása. Áhyggjur séu af erjum milli hópa og viðbúnaður í samræmi við það.

DV fékk ábendingu um að viðbúnaður lögreglu í Grafarholti sé nokkur nú í morgunsárið og meðal annars búið að loka Reynisvatnsásnum og er umferð beint annað.

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið samfanga sinn ítrekað á Litla-Hrauni í gær er Ingólfur Kjartansson sem nýlega hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás með þrívídda prentaðri byssu. Sá sem fyrir árásinni varð situr á Litlta-Hrauni grunaður um að bera ábyrgð á skotárás í fjölbýlishúsi í Úlfarásdal nýlega.

Sjá einnig:

Ingólfur grunaður um hnífsstungu á Litla-Hrauni – Sagðist vera hættur í glæpum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína

Nefið rotnaði af frægri leikkonu – Skuggaleg tískubylgja í lýtalækningum í Kína
Fréttir
Í gær

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr

Borgaryfirvöld í Vilníus gera rýmingaráætlun vegna hugsanlegrar innrásar – Breikka vegi og brýr
Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur

Tvö kaffihús Starbucks opna í miðbæ Reykjavíkur