fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Segja Svartan föstudag myrkan dag fyrir umhverfið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag stendur yfir svokallaður Svartur föstudagur (e. black friday) í mörgum verslunum. Á þessum degi bjóða verslanirnar upp á ýmiss konar afslætti og tilboð. Margir neytendur eru án efa spenntir fyrir því að geta gert góð kaup. Starfsfólk Góða hirðisins, nytjaverslunar Sorpu, er hins vegar ekki eins spennt fyrir þessum degi. Í myndbandi á Facebook-síðu verslunarinnar er Svartur föstudagur sagður myrkur dagur fyrir umhverfið og fullyrt að megnið af vörum sem keyptar eru á þessum degi endi innan ekki svo langs tíma í ruslinu. Eru áhorfendur hvattir til að kaupa frekar notaðar vörur umhverfisins vegna en Góði hirðirinn selur notaðar vörur.

Í myndbandinu talar starfsmaður verslunarinnar sem ekki er nefndur á nafn. Hann segir að ákveðið hafi verið að hafa verslunina myrkvaða á þessum degi. Hann fer einnig yfir ýmsar tölur um nýtingu á vörum sem keyptar eru á Svörtum föstudegi. Það kemur hins vegar ekki fram í myndbandinu hvaðan þessar tölur eru fengnar. Þær eru eftirfarandi:

„80 prósent af vörum sem keyptar eru á svörtum föstudegi enda í ruslinu eftir litla sem enga notkun.“

„70 prósent af þeim raftækjum sem eru keypt á Svörtum föstudegi er ekki hægt að endurnýta.“

„60 prósent af fatnaði keyptum á Svörtum föstudegi endar í urðun.“

„Yfir 70 prósent af plasti utan af því sem keypt er á Svörtum föstudegi endar ekki í endurvinnslu.“

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Elliði segir að einn mesti notaði frasinn þessa dagana sé algjört kjaftæði

Elliði segir að einn mesti notaði frasinn þessa dagana sé algjört kjaftæði
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“

Gunnar Smári og Vigdís Hauks í hörkudeilum: „Ertu að ýja að því að ég hafi stolið þessum peningum og keypt mér lambahrygg fyrir hann?“
Fréttir
Í gær

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna

Minna á hvaða þingmenn vildu ekki rýmka þungunarrofslöggjöf og sjálfsákvörðunarrétt kvenna
Fréttir
Í gær

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi

Leita að ökumanni sem stakk af eftir árekstur í Kópavogi