fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Davíð hættir í stjórn HSÍ vegna Arnarlaxmálsins

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. nóvember 2023 13:16

Davíð Lúther Sigurðsson sagði sig úr stjórninni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Lúther Sigurðsson hefur sagt sig úr stjórn Handknattleikssambands Íslands (HSÍ) eftir að í ljós kom að sambandið gerði samning við Arnarlax um að verða einn af bakhjörlum sambandsins.

Heimildin greinir frá þessu og birtir bréf sem Davíð skrifaði til formanns HSÍ þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína.

Óhætt er að segja að ákvörðun HSÍ um samstarfssamning við Arnarlax hafi verið umdeild og gagnrýndi Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, hana harðlega.

Sjá einnig: Gummi Gumm urðar yfir HSÍ og nýjan samning þeirra – „Sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns“

„Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu,“ sagði Guðmundur meðal annars en sjókvíaeldi hér á landi er mjög umdeilt, ekki síst í ljósi tíðra slysasleppinga og lúsafaraldurs.

Davíð Lúther segir við Heimildina að hann hafi verið ósáttur við að vera ekki látinn vita af fyrirhuguðum samningi, en sjálfur fór hann með umsjón markaðs- og kynningarmála í stjórninni. Davíð var ekki viðstaddur stjórnarfund þar sem málið var afgreitt og frétti einungis af málinu í gegnum fjölmiðla.

Nánar er fjallað um málið á vef Heimildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng