fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Vill Járnsmiðinn í stað sérans – Ekki allir sammála

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð tók ákvörðun á fundi sínum í dag að minnismerki um séra Friðrik Friðriksson á horni Lækjargötu og Amtmannsstígs verði tekið niður og því því fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. 

Sjá einnig: Séra Friðrik tekinn niður og settur í geymslu – „Fá samfélög reisa sér minnisvarða um eigin skömm“

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur leggur til að stytta eftir Ásmund Sveinsson komi í staðinn, Járnsmiðurinn, sem nú er í litlum garði við Snorrabraut neðan Þorfinnsgötu.

„Þar sem fáir taka eftir henni eða njóta hennar. Þegar Iðnskólinn í Reykjavík varð 50 ára árið 1954 gáfu nokkrir einstaklingar skólanum þessa styttu í tilefni af afmælinu. Meðal þeirra voru Sveinn Guðmundsson í Héðni, Ragnar í Smára, Tómas Guðmundsson skáld, Axel Kristjánsson í Rafha, Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt og Kristín Andrésdóttir í Verkakvennafélaginu Framsókn. Styttan var svo tákn iðnsýningarinnar sama ár. Af einhverjum ástæðum fékk hún ekki að vera við hinn nýbyggða iðnskóla í Skólavörðuholti áfram,“ segir Guðjón í færslu á Facebook.

Segir hann að vel færi á á að hafa Járnsmiðinn í Lækjargötu. „Þar var gamli iðnskólinn (húsið stendur enn) og þess má geta að einn af þekktustu járnsmiðum bæjarins, Þorsteinn Tómasson var með járnsmiðju sína í Lækjargötu 10.“

Nokkrir taka vel í hugmynd Guðjóns.

„Við íbúar á Leifsgötunni mótmælum að Járnsmiðurinn verði tekinn af okkur. Þegar þessi skortur er á iðnaðarmönnum þá viljum við halda fast í hvern þann sem við höfum innan seilingar. Nema kannski að við fáum Leif í staðinn?“segir einn nágranni Járnsmiðsins. „Ég heyrði unglingsstúlku segja að hún vildi sjá styttu af Vigdísi Finnbogadóttur í stað sr. Friðriks á þessum stað. Það finnst mér góð hugmynd,“ segir kona nokkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar