fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Myrkur ferill kokksins Theodórs Páls – Vændiskona lýsir kynnum sínum af honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Páll Theodórsson matreiðslumaður, sem hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, hefur verið sakaður um fjölmörg önnur brot sem ná allt aftur til þess tíma er hann var aðeins 12 ára. Mál sem varðar meint brot Theodórs Páls gagnvart grunnskólanemanda á Norðurlandi er enn í rannsóknarfarvegi. Í þeirri ákæru sem DV hefur greint frá undanfarið er hann sakaður um vændiskaup af fullorðnum vændiskonum en einnig um vændiskaup og nauðganir gagnvart stúlkum undir lögaldri. Ennfremur er hann sakaður um vörslu barnaníðsefnis á snjallsíma og tölvu.

Sjá einnig: Myrkraverk í bíl: Stórt barnaníðsmál á leið fyrir dóm

Fréttir DV af máli Theodórs Páls hafa vakið mikla athygli og hafa DV borist margar ábendingar um hann. Á Facebook sakar ung kona hann um að brotið gegn sér er hún var sex ára og hann 12 ára. Samkvæmt frásögn konunnar lokkaði Theodór Páll hana og vinkonu hennar niður í kjallara húss undir því yfirskini að hann ætlaði að sýna þeim kettlinga. Hann braut síðan gegn þeim, girti meðal annars niður um þær buxurnar.

Theodór Páll hefur verið kærður fyrir mjög alvarlegt kynferðisbrot gegn stúlku í skóla á Norðurlandi en hann starfaði þá þar sem matreiðslumaður í mötuneyti skólans. Atvikið átti sér stað í lok apríl árið 2021. Stúlkan segir í samtali við DV að Theodór Páll hafi nauðgað sér í skólastofu. Málið hafi verið tilkynnt til barnaverndar og lögreglu en að það sé enn í farvegi og sé ekki komið fyrir dóm.

„Því miður hef ég upplýsingar um hann, ég væri geggjað til í að vita ekki neitt,“ segir kona sem er fyrrverandi samstarfskona Theodórs Páls og tilkynnti ofannefnt brot til barnaverndar. Segir hún málið hafi reynst skólanum mjög þungbært en Theodór Páll var rekinn frá skólanum um leið og atvikið kom upp. „Það eru fáir sem mér líkar jafnilla við og hann,“ segir konan.

Stúlkan sem lenti í honum í skólanum þorði ekki að segja frá en konan tilkynnti um atvikið eftir að hafa fengið upplýsingar um það frá vinkonu þolandans. Stúlkan var 15 ára þegar Theodór Páll braut gegn henni.

„Hann braut gegn þessari stúlku og morguninn eftir að ég frétti þetta hringdi ég í barnavernd og tilkynnti þetta. Hann mætti ekki í skólann eftir þetta. Barnavernd hafði samband við skólann og skólayfirvöld létu hann vita að hann ætti ekki að mæta aftur. Þetta var síðan kært til lögreglu og ég var alltaf að bíða eftir því að vera kölluð til skýrslutöku. Það gerist svo í miðju Covid og ég gaf skýrslu í síma en ég veit ekki hvernig þetta mál endaði síðan í kerfinu,“ segir konan. Þolandinn í málinu hefur hins vegar staðfest í samtali við DV að málið sé enn ekki komið fyrir dóm.

Sjá einnig: Meintur barnaníðingur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember – Seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi ungar stúlkur þar

Konan segir að hún telji afar brýnt að bundinn verði endi á brotaferli Theodórs Páls. „Þennan mann verður að stoppa. Þessi stelpa sem lenti í honum er búin að eiga rosalega erfitt eftir þetta. Ég hef heyrt sögur af honum sem ná allt aftur til þess tíma er hann var í grunnskóla. Þetta er hegðunarmynstur sem var aldrei leiðrétt né tekin nein ábyrgð á.“

Matreiðslumaður, sprúttsali og vændiskaupandi

Theodór Páll, sem er þrítugur að aldri, hefur undanfarin ár starfað sem matreiðslumaður á ýmsum þekktum veitingastöðum. Hann hefur einnig skrifað fjölmargar greinar um matreiðslu og veitingahús á vefnum Veitingageirinn.

Hann hefur undanfarin ár verið í sambúð með konu en engu að síður verið mjög virkur á stefnumótaforritum. Einnig hefur hann nýtt samskiptamiðilinn Snapchat til að komast í kynni við konur og hefur hann samið við fólk um áfengissölu í gegnum Snapchat. Í ákærunni sem núna er fyrir héraðsdómi er hann sakaður um að hafa tælt til sín tvær 15 ára stúlkur í gegnum Snapchat og nauðgað þeim. Greiddi hann þeim fyrir með áfengi og reiðufé.

Vændiskona ræðir við DV

Auk þess að brjóta gegn tveimur unglingsstúlkum og hafa undir höndum barnaníðsefni er Theodór Páll ákærður fyrir vændiskaup af nokkrum konum yfir lögaldri. Ein þessara kvenna ræddi við DV en hún þarf nú að  bera vitni í málaferlum gegn Theodóri Páli. Aðalmeðferð í málinu er fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 2. og 4. desember.

„Ég þarf að mæta fyrir dóm 2. desember því ég er ein af konunum sem hann borgaði fyrir. Venjulega hitti ég gifta heimilisfeður milli þrítugs og fertugs en þessi maður er mjög skrautlegur. Þau fundu mig af því hann var kjáni og millifærði á mig,“ segir konan en héraðssaksóknari hafði samband við hana í sumar og óskaði eftir upplýsngum.

Konan segir að hún hafi upplifað Theodór Pál sem mjög óvenjulegan mann og afar einmana. Hann hafi haft óþægilega nærveru og þess vegna hafi hún ákveðið að hitta hann ekki aftur eftir að hafa selt honum einu sinni kynlífsþjónustu. Hún á samt erfitt með að festa hendur á því hvað var svona óvenjulegt og óþægilegt við manninn en hún segir að flestir viðskiptavinir sínir séu viðkunnanlegir.

„Hann vildi endilega að ég væri undir áhrifum áfengis eða lyfja og þess vegna var hann rosalega mikið að reyna að fá mig á djammið með sér. Ég skynjaði rosalegan einmanaleika hjá þessum manni, vanalega er þetta bara þannig að menn þurfa sína útrás en þetta var allt öðruvísi hjá honum. Mér fannst hann frekar alsgáður og sjálf valdi ég að vera alsgáð því ég er með ákveðnar reglur til að gera varið mig.“

Refsilaust er að selja vændisþjónustu á Íslandi en vændiskaup eru ólögleg og því eru þau á meðal þess sem Theodór Páll er ákærður fyrir. Ljóst er að flestir álíta vændiskaup mildari augum en kynferðisbrot gegn börnum en konan spyr sig hvers vegna hann hafi ekki látið þar við sitja að kaupa vændi af konum yfir lögaldri:

„Af hverju er hann að fara í yngri stelpur, af hverju gat hann ekki látið nægja að borga konum eins og mér? Af hverju gat hann ekki látið sér nægja að kaupa dömurnar sem voru 18 ára,“ spyr konan sig.

„Þessi maður hefur þannig yfirbragð að maður fær ónotatilfinningu nálægt honum. Þess vegna vildi ég ekki hitta hann aftur. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég yrði síðan tilneydd til að rifja upp kynni mín af honum, eins og ég þarf núna að gera fyrir dómi.“

Brotin sem Theodór Páll er ákærður fyrir núna voru framin í júlí. Héraðssaksóknari hafði samband við konuna vegna þeirra í ágústmánuði. Hún segir að eftir þann tíma hafi Theodór Páll áfram verið  virkur á Snapchat. Hann er það hins vegar ekki lengur þar sem hann er í gæsluvarðhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“