fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Lögreglan óska eftir aðstoð vegna þjófnaðarmáls

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vestfjörðum er með til rannsóknar þjófnaðarmál og óskar eftir aðstoð frá fyrirtækjum og almenningi vegna þess. Í Facebook-færslu lögreglunnar sem birtist í gær segir:

„S.l. helgi var þjófnaður í Bolungarvík. Lögreglan á Vestfjörðum er með málið til rannsóknar og óskar eftir upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu frá eftirmiðdegi föstudags til klukkan 21:30 á laugardagskvöldinu. Einnig óskum við eftir að fá upplýsingar um hvort einhver fyrirtæki og/eða einkaaðilar búa yfir myndefni úr öryggismyndavélakerfum sem gætu nýst við rannsókn málsins. Þá horfum við líka til leiðarinnar frá Bolungarvík og út af norðanverðum Vestfjörðum, hvort einhver eigi myndefni af þeirri leið sem gæti nýst við rannsóknina.

Ef þið teljið að upplýsingar sem þið hafið geti nýst við rannsókn málsins megið þið endilega gera okkur viðvart í tölvupósti á vestfirdir@logreglan.is eða í síma 444-0400.“

Í nýrri tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að umræddur þjófnaður nemur mörgum milljónum króna. Í tilkynningunni segir:

„Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir öllum þeim upplýsingum sem fólk getur mögulega búið yfir vegna þjófnaðarins í Bolungarvík s.l. helgi. Ljóst er að andvirði þess sem var stolið hleypur á mörgum milljónum. Teknir voru svokallaðir GPS hattar af vinnuvélum í eigu verktaka í bænum.

Ef einhver býr yfir upplýsingum sem gætu nýst má endilega senda okkur tölvupóst á vestfirdir@logreglan.is eða í síma 444-0400.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“