fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kjartan segir að borgarfulltrúarnir séu allt of margir – Langt um meiri fjöldi en þekkist annars staðar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að yfirstjórn Reykjavíkurborgar gæti byrjað að spara hjá sjálfri sér í ljós bágrar fjárhagsstöðu.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Kjartan að frumvarp að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 2024 sýni að meirihluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar hafi eng­in tök á fjár­mál­um borg­ar­inn­ar.

Bruðlið er víða

„Rekst­ur­inn er ekki sjálf­bær og stend­ur borg­in frammi fyr­ir mikl­um skulda­vanda. Samt hyggst vinstri meiri­hlut­inn halda áfram að safna skuld­um og er áætlað að þær verði orðnar 515 millj­arðar króna í árs­lok 2024. Hvað er til ráða? Borg­ar­stjórn verður að ná sam­stöðu um raun­veru­leg­ar aðgerðir til að koma rekstr­in­um í jafn­vægi og stöðva skulda­söfn­un.“

Kjartan segir að þegar rekstur borgarinnar er skoðaður sjáist að víða er bruðlað og hægt væri að ná miklum árangri við sparnað og hagræðingu ef vilji væri fyrir hendi.

„Yf­ir­stjórn Reykja­vík­ur­borg­ar gæti byrjað að spara hjá sjálfri sér enda hef­ur kostnaður við hana auk­ist mjög á und­an­förn­um árum. Víða væri hægt að hagræða í yf­ir­bygg­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar án þess að það kæmi niður á þjón­ustu við íbúa.“

Borgarfulltrúar verði aftur 15

Kjartan segir það ekki koma á óvart að erfiðlega gangi að spara víða í borgarkerfinu þegar hvergi er sparað í yfirstjórninni og kostnaður eykst ár frá ári. Bendir hann á að áætlað sé að rekstur miðlægrar stjórnsýslu borgarinnar muni nema 2.279 milljónum á næsta ári og aukist um 18% á milli ára. Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra og borgarritara hækki um 22% og kostnaður við „samskiptamál“ rúmlega tvöfaldist í 190 milljónir króna. Þá eigi að verja 91 milljón í „markaðs- og viðburðamál“.

Hann bendir svo á að kostnaður við rekstur skrifstofu borgarstjórnar muni samkvæmt frumvarpinu hækka um 28% á milli ára og fara í 804 milljónir á næsta ári.

„Fjár­veit­ing­ar til skrif­stofu borg­ar­stjórn­ar eru að meg­in­stefnu nýtt­ar í launa­kostnað kjör­inna full­trúa, þ.e. 23 borg­ar­full­trúa og átta vara­borg­ar­full­trúa. 31 full­trúi er því á full­um laun­um við að sinna borg­ar­mál­um, sem er langt­um meiri fjöldi en þekk­ist á Vest­ur­lönd­um í borg­um af svipaðri stærð og Reykja­vík. Aug­ljóst er að mik­il hagræðing næðist með því að fækka borg­ar­full­trú­um á ný, t.d. í fimmtán eins og tíðkaðist lengi vel. Að auki yrði veru­leg­ur af­leidd­ur sparnaður af slíkri breyt­ingu því hún myndi draga úr um­fangi og flækj­u­stigi ann­ars staðar í borg­ar­kerf­inu.“

Þurfa heimild frá Alþingi

Kjartan segir í grein sinni að til að unnt sé að ná þessari breytingu í gegn þurfi lagaheimild frá Alþingi. Segir hann að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi hvað eftir annað lagt til að borgarstjórn beiti sér fyrir slíkri breytingu en hingað til hafi slíkar tillögur verið felldar af vinstriflokkunum.

„Með því að beita sér fyr­ir fækk­un borg­ar­full­trúa myndi borg­ar­stjórn sjálf ganga á und­an með góðu for­dæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borg­ar­kerf­inu,“ segir Kjartan í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“