fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ingólfur grunaður um hnífsstungu á Litla-Hrauni – Sagðist vera hættur í glæpum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 21:57

Ingólfur Kjartansson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er er grunaður um að hafa stungið samfanga sinn ítrekað á Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Ingólfur Kjartansson. Ingólfur, sem er fæddur árið 2002, hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás með þrívídda prentaðri byssu í miðbæ Reykjavíkur í lok síðasta árs. Vísir greindi frá nafni hans í kvöld.

Í frétt miðilsins kemur fram að sá sem varð fyrir árásinni sé þungt haldinn en ekki í lífshættu. Hann situr á Litla-Hrauni grunaður um að bera ábyrgð á skotárás í fjölbýlishúsi í Úlfarársdal á dögunum.

Sjá einnig:Ingólfur situr af sér langan dóm fyrir skotárás en einbeitir sér nú að tónlist – „Hvað glæpi snertir er ég sestur í helgan stein“

Ingólfur steig fram í viðtali við DV í vor og kvaðst þá vera hættur í glæpum og vera byrjaður að einbeita sér að tónlist. „Hvað glæpi snertir er ég sestur í helgan stein,“ sagði Ingólfur í viðtalinu en hann hafði þá gefið út lag með besta vini sínum, Gabríel Douane. Eins og DV greindi frá særðist Gabríel í áðurnefndri skotárás í Úlfarársdal og því má leiða að því líkum að hnífstunguárásin sem Ingólfur er grunaður um hafi verið hefndaraðgerð fyrir þá árás.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá