fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Elvar Örn hjólar líka í HSÍ: Vonar að vörn landsliðsins verði ekki jafn lek og netin hjá Arnarlaxi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. nóvember 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sennilega er þetta fyrsti bakhjarl íslenska landsliðsins sem er af norskum uppruna,“ segir Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna á Íslandi, í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í morgun.

Eins og DV greindi frá í gær hefur HSÍ gert samning við Arnarlax um að fyrirtækið verði einn af bakhjörlum sambandsins. Verður vörumerki fyrirtækisins á baki allra keppnistreyja landsliða Íslands í handbolta.

Hefði aldrei samþykkt þetta

Guðmundur Þ. Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, gagnrýndi þetta harðlega og sagði samningin vera hneyksli.

Sjá einnig: Gummi Gumm urðar yfir HSÍ og nýjan samning þeirra – „Sýnir stórkostlegan dómgreindarskort af hálfu formanns“

„Að þiggja peninga frá þessu fyrirtæki sem vill nýta sér íslenska landslið til að lappa upp á dapurlega ímynd sína er óskiljanlegt. Eitt get ég sagt að ég hefði aldrei samþykkt sem þjálfari landsliðsins á sínum tíma að bera slíka auglýsingu,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Dæmigert fyrir óvinsælt fyrirtæki

Elvar Örn segir í grein sinni á vef Vísis að það sé dæmigert að óvinsælt fyrirtæki í rekstri sem 70% þjóðarinnar eru mótfallin sækist eftir að baða sig í ljósi vinsælda þjóðaríþróttarinnar.

„Þetta er ekki beint grænþvottur, ekki beint hvítþvottur, kannski íþróttaþvottur? Eins og alþjóð veit stafa óvinsældirnar af ítrekuðum og alvarlegum umhverfisspjöllum í sjókvíaeldi undanfarna mánuði og ár. Sjókvíaeldisiðnaðurinn hefur náð á skömmum tíma þeim merka árangri að láta milljónir eldislaxa drepast í kvíum sínum, leyfa hundruðum þúsunda eldislaxa að sleppa út í náttúruna, dreifa frjóum norskum eldislaxi í íslenskar ár og nú nýlega að valda versta lúsafaraldri sem sést hefur í þessum bransa,“ segir hann og vísar einnig í 120 milljóna króna sekt sem fyrirtækið fékk á sig þegar meira en 80.000 eldislaxar sluppu úr kvíum þeirra.

„Þetta er ekki gott fyrir ímyndina….hvað gerir maður þá? Nú auðvitað að kaupa sig inn í sameiningartákn þjóðarinnar, íslenska landsliðið.“

Boðar gott fyrir sóknina?

Elvar Örn segir að þetta viti ekki á gott.

„Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af árangri íslenska landsliðsins á komandi handboltamótum. Ef vörnin hjá þeim verður jafn lek og netin hjá Arnarlaxi, veit það ekki á gott. Hins vegar er vonarglæta fyrir sóknina, þar sem að nýi bakhjarlinn hefur mikla reynslu af því að komast framhjá öllum vörnum og troða sér áfram þvert á vilja fólks.“

Elvar segir að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé andvígur sjókvíaeldi og heimurinn sé meira að segja orðinn meðvitaður um að ekki sé allt með felldu í þessum iðnaði.

„Vill HSÍ virkilega vera með merki þessa iðnaðar á baki sínu og þannig kynna land og þjóð?“

Alla grein Elvars má nálgast á vef Vísis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það

Hafberg í Lambhaga lætur samkeppnisaðila sinn heyra það
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá