fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Sigríður fengið nóg af biðinni: „Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir núna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco.“

Þetta segir Sigríður María Eyþórsdóttir, tónlistarkona í Grindavík, í aðsendri grein á vef Vísis sem birtist í morgun.

Sigríður María skrifaði pistil í síðustu viku þar sem hún gagnrýndi bankana harðlega fyrir lítinn vilja til að koma til móts við húsnæðiseigendur í Grindavík vegna stöðunnar sem þar er.

Sjá einnig: Sigríður býr í Grindavík og er ósátt við bankana:„Þetta boð til okkar er í besta falli samfélagslega siðfirrt“

Buðust þeir til að frysta fasteignalán íbúa en með því myndu vextir og verðbætur hvers gjalddaga setjast ofan á höfuðstól lánanna þó ekkert þyrfti að greiða af þeim meðan á frystingu stendur.

Eðli málsins samkvæmt eru Grindvíkingar ósáttir við þetta en viðræður standa yfir á milli stjórnvalda og bankana um hvernig málið verður leyst. Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagðist Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra reikna með að Grindvíkingar fái einhver svör við lána- og húsnæðismálum sínum.

Allir lagst á eitt, nema lánastofnanir

Sigríður er orðin þreytt á biðinni og í nýjum pistli sem birtist á Vísi í morgun segir hún að allir hafi lagst á eitt við að aðstoða Grindvíkinga, nema lánastofnanir.

„Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi.“

Fundur á eftir fundi

Sigríður bendir á að íbúar séu enn í óvissu rúmri viku eftir alrýmingu Grindavíkur.

„Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur.“

Sigríður segist velta fyrir sér hver tregðan er.

„Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar.“

Hvetur fólk til að mæta

Hún segir að vandamálin við að hysja upp um sig og taka ákvörðun virðist vera mikil. Af þeim sökum segist Sigríður bjóða fram aðstoð sína.

„Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“