fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Meintur barnaníðingur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember – Seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi ungar stúlkur þar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ákærður hefur verið fyrir tíu kynferðisbrot, þar af mörg þeirra gegn tveimur unglingsstúlkum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. desember næstkomandi. Maðurinn heitir Theodór Páll Theodórsson og er þrítugur matreiðslumaður. Hann er nokkuð þekktur í sínu fagi og hefur meðal annars skrifað greinar á vefinn Veitingageirinn.

DV greindi frá því í gær að Theodór væri ákærður fyrir tíu brot.  Í fyrsta lið ákærunnar er hann ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot á barnaverndar- og áfengislögum, með því að hafa mælt sér mót við stúlku undir lögaldri, í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Hann hafi áreitt stúlkuna í bíl sínum, látið hana kyssa sig tungukossi og káfað á brjóstum hennar innanklæða auk þess að reyna að snerta kynfæri hennar. Maðurinn greiddi stúlkunni í reiðufé fyrir athæfið og afhenti henni áfengi. Atvikið átti sér stað í júlí síðasta sumar.

Í öðrum lið ákærunnar er hann sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, einnig í júlímánuði. Mælti hann sér mót við sömu stúlku og greinir frá að ofan, í gegnum samskiptamiðilinn, og ók með hana á bílastæði bak við hús. Þar lét hann stúlkuna hafa munnmök við sig og hafði samræði við hana. Greiddi hann fyrir í reiðufé.

Theodór er í þriðja lið ákærunnar sakaður um kynferðislega áreitni gegn barni með því að hafa viðhaft kynferðislegt tal við stúlkuna á samskiptamiðlinum og í fjórða ákærulið er hann sakaður um blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot með því að hafa sent stúlkunni mynd af getnaðarlim sínum.

Öll brotin sem hingað til hafa verið nefnd voru framin í júlímánuði og voru gegn einu og sömu stúlkunni.

Í þessum sama mánuði, júlí á þessu ári, er hann sagður hafa nauðgað annarri barnungri stúlku. Er hann í fimmta ákærulið sakaður um nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á barnaverndar- og áfengislögum, með því að hafa í tvö aðgreind skipti mælt sér mót við stúlkuna í gegnum Snapchat. Hann hafi sótt hana á bíl og ekið henni að heimili sínu og þar hafi hann haft samræði við stúlkuna og greitt henni fyrir með peningum og áfengi.

Hann er síðan sakaður um að hafa brotið gegn sömu stúlku í bíl sínum á óþekktum stað. Hafði hann samræði við stúlkuna og greiddi henni fyrir með peningum. Maðurinn er síðan að auki ákærður fyrir vændiskaup af lögráða konu og vörslu barnaníðsefnis á tölvu sinni og snjallsíma.

Sjá einnig: Myrkraverk í bíl: Stórt barnaníðsmál á leið fyrir dóm

Í fyrri gæsluvarðhaldskúrskurði yfir Theodór komu fram áhugaverðar upplýsingar um málsatvik varðandi þau brot sem hann er ákærður fyrir. Þar kemur fram að brot hans beindust gegn mjög ungum stúlkum í afar viðkvæmri stöðu en þær voru báðar virkar í áfengisneyslu. Hann seldi áfengi í gegnum Snapchat og tældi þær til að hitta sig í gegnum þau samskipti. Greiddi hann þeim fyrir kynlíf með áfengi og reiðufé. Í úrskurðinum kemur fram að framburður stúlknanna hjá lögreglu hafi verið mjög trúverðugur og studdur gögnum út t.d. öryggismyndavélum. Einnig fundust lífsýni af stúlkunum í bíl hans sem styðja framburð þeirra um að hann hafi brotið gegn þeim kynferðislega. Orðrétt segir meðal annars:

„Laugardaginn 29. júlí sl. barst lögreglu tilkynning frá Barnavernd Reykjavíkur um að […]ára stúlku, A, hafi verið nauðgað síðastliðinn miðvikudag. Lögregla fór og ræddi við A sem skýrði frá samskiptum sínum við varnaraðila sem hún kvaðst hafa kynnst í gegnum Snapchat þar sem hann var með áfengissölu. Kvað hún varnaraðila hafa notast við notendanöfnin […]og […]. Hún hafi í upphafi ætlað að kaupa af honum áfengi en hann hafi boðið henni að greiða fyrir áfengið með kynferðislegum greiðum og fá auk þess greitt fyrir þá greiða með peningum.

Kvaðst hún hafa hitt hann í tvö skipti. Í fyrra skiptið hafi þau farið í sleik og hún fengið fyrir það vodka flösku og 10 þúsund krónur. Í seinna skiptið hafi hún ætlað að eiga við hann munnmök fyrir 70 þúsund krónur. Lýsti hún því að hún hafi viljað hætta við eftir að munnmökin hófust en varnaraðili þá viljað hafa við hana samræði um leggöng og lofað henni 150 þúsund krónum í staðinn. Hún kvaðst hafa frosið og að lokum hafi hann fengið sáðlát. Bæði skiptin hafi átt sér stað í bifreið hans […], en hún hafði skrifað skráningarnúmer bifreiðarinnar niður í „notes“ í farsíma sínum.

A tjáði lögreglu frá því að vinkona hennar B hafi einnig hitt kærða í kynferðislegum tilgangi og fengið greitt fyrir. Tekin var skýrsla af B í Barnahúsi þann 9. ágúst sl. þar sem hún greindi frá því að hafa hitt varnaraðila í alls þrjú skipti. Lýsti hún því að hann hafi haft við hana samræði um leggöng í öll þrjú skiptin og hann greitt henni 50 þúsund krónur fyrir hvert skipti. Í fyrstu tvö skiptin hafi hann sótt hana og þau ekið að heimili hans að […]en í þriðja skiptið í bifreið hans […].

 Það er ljóst að stúlkurnar tvær búa yfir upplýsingum um varnaraðila sem ekki nokkur leið væri fyrir þær að vita nema að þær hafi verið á staðnum. A lýsir því til að mynda að þann 26. júlí sl. hafi varnaraðili sótt hana á bifreið hans […]í […]í Reykjavík og ekið með hana í […]þar sem hann hafi nauðgað henni. Hann hafi í kjölfarið farið í hraðbanka á Suðurlandsbraut og tekið út 90 þúsund krónur þar sem hann hafi einungis verið með 60 þúsund krónur á sér.

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að frásögn hennar er studd meðal annars upptökum úr eftirlitsmyndavélum sem staðsetur bifreið varnaraðila […]á umræddum stöðum á þeim tíma sem hún hefur greint frá, auk þess sem þekkja má A í framsæti bifreiðarinnar í eftirlitsmyndavélum við […]á Suðurlandsbraut og stenst upphæðin sem varnaraðili tók út skv. bankagögnum varnaraðila sem aflað var við rannsókn málsins.

Þá gat B meðal annars lýst heimili varnaraðila í smáatriðum auk þess sem eftirlitsmyndavélar í […]í Reykjavík staðsetja bifreið hans […]á þeim tíma er B kvaðst hafa hitt hann síðast, þ.e. þann 24. júlí sl. Þá voru fimm sýni sem varðveitt höfðu verið við rannsókn í bifreið kvarnaraðila […]send til rannsóknar og hefur rannsókn lögreglu leitt í ljós að sýni úr sæðisbletti, sem fannst á gólfi framan við aftursæti, innihélt blöndu DNA sniða úr tveimur einstaklingum, það snið sem var í meirihluta var eins og DNA snið varnaraðila, en það snið sem var í minnihluta, var eins og DNA snið A.

Þá leiddi greining á öðru sýni, teknu úr aftursæti bifreiðar varnaraðila […], er innihélt þekjufrumur í ljós blöndu DNA sniða úr tveimur einstaklingum, það snið sem var í meirihluta var eins og DNA snið varnaraðila, en það snið sem var í minnihluta, var eins og DNA snið B. Þá var framkvæmd húsleit á heimili varnaraðila þann 30. júlí sl. og lagt hald á ýmsa rafræna gagnavörslumuni, s.s. tölvur og farsíma í eigu hans. Rannsókn hefur staðið yfir á hinum haldlögðu munum frá upphafi rannsóknar og er henni nú lokið.“

Theodór neitar sök en framburður hans þykir héraðssaksóknara vera síður trúverðugur en framburður stúlknanna og fá síður stoð í gögnum.

Aðalmeðferð í málinu er í byrjun desember við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þinghald er lokað. Búast má við að dómur falli rétt eftir áramót.

Þau sem gætu haft upplýsingar um málið eru beðin um að senda tölvupóst á ritstjorn@dv.is. Fullum trúnaði og nafnleynd heitið. 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt