fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kristínu brugðið þegar hún sá hvar upptökin voru: „Við þurfum að hafa samband við Almannavarnir“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 08:00

Kristín í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Vogfjörð, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að henni hafi brugðið þegar hún áttaði sig á því að upptök skjálftanna föstudaginn 10. nóvember voru beint undir Grindavík.

Farið var ítarlega yfir málið í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöldi og á vef RÚV í gærkvöldi.

Kristín, sem er fagstjóri jarðar og eldgosa hjá Veðurstofunni, lýsti því að hún hefði fengið símtal undir kvöld þegar skjálftavirknin hafði aukist mikið. Eins og komið hefur fram var hamagangurinn mikill í Grindavík og stöðug skjálftahrina sem virtist engan endi ætla að taka.

Kristín segist hafa skoðað skjálftaritin í tölvunni. „Þá sé ég bara, það er bara stór skjálfti, stór skjálfti, það eru margir stórskjálftar á mínútu. Þannig að þá allt í einu fatta ég, þetta er rosalega stór atburður sem er bara dúndrandi hérna yfir.“

Eðli málsins samkvæmt var Kristínu brugðið þegar hún áttaði sig á því að upptök skjálftanna voru beint undir Grindavík. Ljóst hafi verið að ekki væri um spennuskjálfta að ræða heldur gæti kvika verið að brjóta sér leið upp á yfirborðið.

„Og Grindvíkingar myndu fara að sofa þarna ofan á þessu í nótt, það er ekkert hægt,“ sagði Kristín sem ræddi við kollega sinn sem var á vakt. „Ég segi, við þurfum að hafa samband við Almannavarnir, hringjum bara inn í Almannavarnir,“ sagði hún en það var gert þegar klukkan var um 19 á föstudagskvöld.

Í Kveik í gærkvöldi var farið ítarlega yfir atburðarás síðustu daga og meðal annars rætt við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing um það sem er að gerast á Reykjanesskaga og hvað gæti mögulega gerst í framtíðinni. Þá var rætt við fjölskyldur úr Grindavík sem margar hverjar eru í afar erfiðri stöðu þessa dagana enda óvissan mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“