fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Fréttir

Dæmi um að fólk hafi fallið í gryfjuna og lýst yfir áhuga á að kaupa týndan farangur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmi eru um að Íslendingar hafi fallið í gryfju svikahrappa og haft samband við Isavia um hvernig það eigi að kaupa týndan farangur á Keflavíkurflugvelli sem hefur verið auglýstur til sölu.

Svikasíða á Facebook sem ber nafn Keflavíkurflugvallar, Keflavik Airport, hefur vakið talsverða athygli en í færslu á síðunni kemur fram að vöruhús Keflavíkurflugvallar sé að fyllast af týndum farangri.

Til að losa um pláss sé aðeins einn kostur í stöðunni og það er að selja farangurinn á slikk, eða aðeins eina evru. „Til að leggja inn pöntun skaltu fylgja hlekknum,“ segir enn fremur.

Fyrir neðan er svo mynd af miklu magni af töskum og gulu skilti með merki Keflavíkurflugvallar þar sem farangurinn er auglýstur til sölu á eina evru. Vart þarf að taka fram að um svikasíðu er að ræða en þrátt fyrir það virðast einhverjir hafa fallið í gildruna. Til að gera svikin trúverðugri, ef svo má segja, er fjöldi gervimanna búinn að skrifa athugasemdir undir færsluna og lýsa því hvernig það datt í lukkupottinn. Allskonar verðmæti hafi leynst í töskunum, skartgripir og tölvur til dæmis.

Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfesti í Morgunútvarpinu á Rás  í morgun að grunlausir borgarar hefðu haft samband.

„Fólk hefur haft samband og spurst fyrir um þetta en það er mikilvægt að koma því á framfæri að þarna er um falska síðu á Facebook að ræða. Þetta er síða sem að notar nafn Keflavíkurflugvallar og við erum þessa dagana að reyna að fá þessa síðu tekna niður en það er kannski ekki svo einfalt í rauninni,“ sagði Guðjón.

Bætti hann við að ekki væri hægt að hafa samband við Meta, móðurfyrirtæki Facebook, til að fá síðuna niður og eina leiðin sé að tilkynna síðuna og nógu margir geri það. „Við höfum verið að gera það, starfsfólk okkar og ýmsir aðrir. Hversu margar tilkynningar þarf til að fá síðu tekna niður veit ég ekki,“ sagði hann.

Aðspurður hvernig hljóðið er í fólki þegar það hefur samband sagði Guðjón. „Ég hef heyrt að okkur hafi borist símtöl um hvert það eigi að fara til að ná í tösku. Fólk virðist vera að trúa þessu.“

Guðjón segir að ekki undir nokkrum kringumstæðum myndi Keflavíkurflugvöllur selja farangur sem farþegar hafa gleymt eða ekki vitjað. „Það er eitthvað sem er ekki gert.“

Hér má sjá svikaauglýsinguna á Facebook.

 

Hér má sjá dæmi um athugasemd frá gervimanni. Hann segir að skartgripir hafi verið í töskunni sem hann keypti. Vitanlega er það allt tóm tjara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað

Eiginkona Assads sögð ætla að sækja um skilnað
Fréttir
Í gær

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“

Siggi lýsir fyrstu jólunum án sonarins sem lést á árinu – „Maður er foreldri áfram. Maður verður að sýna andlitið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir