fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Bjó í hjólhýsi og átti ekki bíl: Skildi eftir sig risastórt leyndarmál þegar hann lést

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. nóvember 2023 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bandaríkjamaðurinn Geoffrey Holt lést fyrr á þessu ári áttu ekki margir von á því að hann ætti sér mörg leyndarmál.

Holt var umsjónarmaður lítils hjólhýsasamfélags í Hinsdale í New Hampshire þar sem hann bjó, líkt og nágrannar og vinir, í látlausu hjólhýsi sem lét ekki mikið yfir sér.

Það sem enginn vissi var að Holt var margfaldur milljónamæringur og hefði auðveldlega getað búið í glæsilegasta húsi bæjarins, ef hann hefði viljað það. Holt lést fyrr á þessu ári og fékk bærinn Hinsdale að njóta góðs af þeim tæpu fjórum milljónum Bandaríkjadala sem Holt átti inni á reikningi.

„Hann virtist eiga allt sem hann vildi sem að vísu var ekki mikið,“ segir Edwin Smith, besti vinur Holts í samtali við AP.

Holt átti ekki bíl og inni í sjálfu hjólhýsinu hans var lítið um húsgögn, ekkert sjónvarp og engin tölva til dæmis. Fór hann á milli staða annað hvort á reiðhjóli eða á lítilli sláttuvél sem hann ók um svæðið. Milli þess sem hann dyttaði að hinu og þessu í hjólhýsahverfinu sat hann og gluggaði í dagblöðin.

Holt skildi eftir sig 3,8 milljónir Bandaríkjadala, rúmar 530 milljónir króna, og í erfðaskrá hans kom fram að öll upphæðin ætti að renna til Hinsdale. Vildi hann að peningarnir færu í að efla mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnanir bæjarins.

„Ég held að enginn hafi haft hugmynd um að hann ætti svona mikinn pening,“ segir Steve Diorio, bæjarfulltrúi í Hinsdale. Segir hann að bæjaryfirvöld séu óendanlega þakklát fyrir gjöfina sem á eftir að reynast vel.

Fjármálastjóri Hinsdale, Kathryn Lynch, segir að bærinn muni vanda mjög til verka þegar kemur að því að nota peningana. Holt lést í sumar 82 ára að aldri en í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að hann hafi hagnast á skynsamlegum fjárfestingum í gegnum ævi sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Drukknir menn tóku jakka Christine með lyklum og persónuupplýsingum – „Þetta sviptir mig allri öryggistilfinningu“

Drukknir menn tóku jakka Christine með lyklum og persónuupplýsingum – „Þetta sviptir mig allri öryggistilfinningu“
Fréttir
Í gær

Norah Jones á leið til Íslands – Stórtónleikar í Hörpu

Norah Jones á leið til Íslands – Stórtónleikar í Hörpu