Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í morgun upp dóm fyrir hnífstunguárás á Bankastræti Club í nóvember í fyrra. Alexander Máni Björnsson var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að málinu.
Vísir greinir frá þessu.
Alls sættu 25 ákæru í málinu, þar af tíu fyrir sérlega hættulegar líkamsárásir. Alexander var einn ákærður fyrir manndrápstilraunir í málinu.
Hann játaði í aðalmeðferð málsins að hafa stungið tvo karlmenn, en neitaði að hafa ætlað að verða þeim að bana.
Í frétt Vísis kemur fram að refsingu flestra í málinu hafi verið frestað. Einn var þó dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi, tveir í átta mánaða fangelsi og einn í tólf mánaða fangelsi.