Skiptalok hafa orðið hjá þrotabúi Gistihússins Langaholt sem var úrskurðað gjaldþrota í sumarlok 2020. Langaholt var rekið í Snæfellsbæ og var vinsæll og rómaður staður, þekktur m.a. fyrir gott fiskihlaðborð. Snemma í Covid-faraldrinum bauð staðurinn upp á sértilboð í gistingu en fór síðan á hausinn upp úr því, eða þann 2. september 2020.
Tilkynning um skiptalokin var birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Heildarfjárkröfur í búið voru rúmlega 310 milljónir króna. Veðkröfur, sem námu innan við 400 þúsund krónur, fengust greiddar að fullu en aðrar kröfur ekki.
Ljóst er því að gjaldþrotið hljóðar upp á um 310 milljónir í ógreiddar kröfur.
Athygli vekur að skiptum var lokið í búinu sumarið 2022 en tillkynning um skipalok er fyrst birt núna.