fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Starfsmaður hótels dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun gegn þroskahömluðum gesti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 09:58

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Philip Dugay Acob var þann 8. nóvember  sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun og dæmdur í þriggja ára fangelsi.

Brotið var framið þann 8. október árið 2021 og átti sér stað á hóteli þar sem Philip var starfsmaður, en þetta er orðað svo í ákæru:

„fyrir nauðgun, með því að hafa aðfaranótt föstudagsins 8. október 2021, á […], […], […], með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnur kynferðismök við
A, kennitala […], með því að nýta sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart A sem er með þroskahömlun og gat ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess sem A var undir áhrifum lyfja og fíkniefna, en ákærði, sem var starfsmaður hótelsins, fór í heimildarleysi inn í herbergi þar sem A hafði lagst til svefns, kyssti hann á háls og geirvörtur og setti getnaðarlim A í munn sinn og hafði við hann munnmök.“

Lögregla kom á hótelið um nóttina, skömmu eftir að brotið hafði verið framið, og greindi brotaþoli frá því að hann hefði innritað sig á hótelið fyrr um daginn og þar hefði starfsmaðurinn séð innritunina. Í dómnum segir: „Ákærði og brotaþoli hefðu síðan átt samskipti inni á herbergi brotaþola en ákærði hefði bankað stuttu eftir að hann yfirgaf herbergið og sagst hafa gleymt að kyssa brotaþola. Brotaþoli kvaðst hafa haldið að ákærði væri að meina koss á kinnina en ákærði hefði hins vegar fært sig niður og byrjað að totta brotaþola. Tuttugu mínútum seinna hefði brotaþoli hringt sjálfur í lögregluna. Brotaþoli kvaðst ósáttur við þetta og vilja fara á bráðamóttökuna í læknisskoðun. Var brotaþoli færður með sjúkrabíl á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Í kjölfarið var ákærði handtekinn.“

Kemur fram í dómnum að brotaþolinn, sem er Íslendingur, hafði gist á hótelinu vegna þess að heimili hans var tímabundið óíbúðarhæft. Í dómnum kemur fram að brotaþoli hefur verið greindur með væga þroskahömlum og var auk þess undir áhrifum lyfja þegar brotið var framið.

Philip gekkst við háttseminni en neitaði sök. Hann segir brotaþola ekki hafa verið mótfallinn kynmökunum og hann hafi hætt þeim þegar hann varð þess áskynja að brotaþoli vildi ekki halda áfram. Brotaþoli lýsti því hins vegar að hann hafi ekki viljað atlot hótelstarfsmannsins, hann hafi verið sofandi og undir áhrifum lyfja og rankað við sér þegar Philip var að veita honum kynmök.

Það var mat dómsins að Philip hefði gerst sekur um brot og var m.a. byggt á niðurstöðum lyfjarannsóknar sem benti til þess að brotaþoli hefði verið undir áhrifum lyfja þegar brotið var framið. Einnig var byggt á skýrum og staðföstum framburði brotaþola. Í dómsniðurstöðunni segir meðal annars:

„Ástand brotaþola gat ekki dulist ákærða, en eins og fram hefur komið kom hann að innritun brotaþola og sá að hann naut aðstoðar við hana, auk þess sem fram kom í máli ákærða að hann hefði gert sér grein fyrir því að brotaþoli ætti við einhvers konar vandamál að stríða. Skýringar hans á þeim ummælum eru ekki trúverðugar. Þá liggja fyrir upptökur úr búkmyndavél lögreglu sem sýna ástand brotaþola er lögregla mætti á staðinn. Fram kom hjá ákærða að brotaþoli hefði ekki svarað snertingum hans eða tilboði um eitthvað meira með öðrum hætti en að segja „já, á morgun“ sem bendir til þess að brotaþoli hafi ekki viljað halda þessu áfram. Með hliðsjón af öllu framangreindu er framburður ákærða, um að brotaþoli hafi verið samþykkur munnmökunum, ótrúverðugur. Þá þykir frásögn ákærða um hvers vegna hann fór upp á herbergi brotaþola ekki trúverðug, en hann bar sjálfur um að brotaþoli hefði farið út til að reykja en engu að síður hefði hann bankað á herbergisdyr hans til að ganga úr skugga um að hann væri ekki að reykja þar inni.“

Auk þriggja ára fangelsis var Philip dæmdur til að greiða brotaþolanum 1,8 milljónir króna í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“