fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Skúli gafst upp og keypti sér bíl: „Höfuðborgarsvæðið er skipulagt fyrir bíla, ekki fólk“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Halldórsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, er loksins búinn að kaupa sér bíl eftir að hafa verið bíllaus hér á landi síðastliðið þrjú og hálft ár. Skúli segir frá þessu í löngum og athyglisverðum pistli sem birtist í bílablaði Morgunblaðsins í dag.

„Höfuðborgarsvæðið er skipulagt fyrir bíla, ekki fólk. Það virðist seint ætla að breytast og þess vegna er allt eins gott að kaupa bara bíl,“ sagði Skúli sem festi kaup á nýjum rafmagnsbíl frá Kia fyrir um mánuði síðan.

„Aldrei hélt ég að ég myndi kaupa nýj­an bíl. Og raun­ar hafði ég ætlað mér að kom­ast sem lengst af án þess að eiga bíl yf­ir­höfuð. En ég ent­ist ein­fald­lega ekki leng­ur. Hér fylg­ir stutt og kannski á köfl­um drama­tísk reif­un á ástæðum þess, sem er vís til að ergja liðsmenn beggja þeirra fylk­inga sem ríf­ast um skipu­lagið á höfuðborg­ar­svæðinu. Farið er um víðan völl og eru les­end­ur jafn­framt varaðir við því,“ segir Skúli.

Skúli segir meðal annars frá því að hann hafi flutt til Vínarborgar árið 2019 og þar hafi verið ótrúlega auðvelt að komast á milli staða án þess að eiga bíl.

„Í Vín eru al­menn­ings­sam­göng­ur nefni­lega í há­veg­um hafðar. Sama hvar maður er stadd­ur, þá er maður aldrei langt frá næsta spor­vagni, stræt­is­vagni eða neðanj­arðarlest. Alla þessa samgöngumáta nýtti ég í hverri viku.“

Á Íslandi er málið aðeins flóknara og voru það því talsverð viðbrigði fyrir hann þegar hann flutti aftur heim til Íslands og á höfuðborgarsvæðið.

„Þrátt fyr­ir að Ísland sé nán­ast borg­ríki með risa­stór­an og fal­leg­an þjóðgarð þá er höfuðborg­ar­svæðið skipu­lagt með þeim hætti að nær all­ir þurfa bíl til að geta lifað eðli­legu lífi,“ segir hann í grein sinni.

Einhverjir kynnu að spyrja hvers vegna Skúli notar þá ekki strætó í stað þess að kaupa sér bíl. „Eðli­leg spurn­ing. Kannski er svarið það líka. Að feng­inni reynslu af viðskipt­um við Strætó forðast ég eins og heit­an eld­inn að gefa þessu byggðasam­lagi pen­ing­ana mína, sem hafa jafn­vel verið innt­ir af hendi í skipt­um fyr­ir ekki neitt.“

Skúli rekur svo raunir sínar og erlendra kollega sinna sem hafa slæma reynslu af strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Hann segist hafa velt því fyrir sér að kaupa rafhjól eða halda áfram að ganga til og frá vinnu en svifryksmengun, sem dregur um 80 manns til dauða hér á landi á hverju ári og má að einhverju leyti rekja til nagladekkjanotkunar borgarbúa, hafi gert þann kost óaðlaðandi.

„En sann­ast sagna nennti ég held­ur ekki öðrum vetri af því að strita við að kom­ast til vinnu. Nóg er stritið nú þegar“ segir hann í grein sinni sem nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“