fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Myrkraverk í bíl: Stórt barnaníðsmál á leið fyrir dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 11:00

Mynd; Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. nóvember verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli. DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu en þar eru tilgreind tíu meint brot karlmanns. Ákæran er nafnhreinsuð og úr henni hafa auk nafna verið hreinsaðar úr margvíslegar upplýsingar og staðreyndir.

Af ákærunni má þó ætla að maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi eða fangelsi vegna annarra brota en öll brotin sem tilgreind eru í ákærunni eru framin á þessu ári.

Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni og brot á barnaverndar- og áfengislögum, mvð því að hafa mælt sér mót við stúlku undir lögaldri, í gegnum samskiptamiðil sem líklega er Snapchat. Hann hafi áreitt stúlkuna í bíl sínum, látið hana kyssa sig tungukossi og káfað á brjóstum hennar innanklæða auk þess að reyna að snerta kynfæri hennar. Maðurinn greiddi stúlkunni í reiðufé fyrir athæfið og afhenti henni áfengi. Atvikið átti sér stað í júlí síðasta sumar.

Í öðrum lið ákærunnar er maðurinn sakaður um nauðgun og kynferðisbrot gegn barni, einnig í júlímánuði. Mælti hann sér mót við sömu stúlku og greinir frá að ofan, í gegnum samskiptamiðilinn, og ók með hana á bílastæði bak við hús. Þar lét hann stúlkuna hafa munnmök við sig og hafði samræði við hana. Greiddi hann fyrir í reiðufé, en upphæðin er eins og margt annað, hreinsuð út úr ákærunni.

Maðurinn er í þriðja lið ákærunnar sakaður um kynferðislega áreitni gegn barni með því að hafa viðhaft kynferðislegt tal við stúlkuna á samskiptamiðlinum og í fjórða ákærulið er hann sakaður um blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrot með því að hafa sent stúlkunni mynd af getnaðarlim sínum.

Öll brotin sem hingað til hafa verið nefnd voru framin í júlímánuði og voru gegn einu og sömu stúlkunni.

Nauðgaði annarri stúlku

Í þessum sama mánuði, júlí á þessu ári, er maðurinn sagður hafa nauðgað annarri barnungri stúlku. Er hann í fimmta ákærulið sakaður um nauðgun, kynferðisbrot gegn barni og brot á barnaverndar- og áfengislögum, með því að hafa í tvö aðgreind skipti mælt sér mót við stúlkuna á áðurnefndum samskiptamiðli. Hann hafi sótt hana á bíl og ekið henni að heimili sínu og þar hafi hann haft samræði við stúlkuna og greitt henni fyrir með peningum og áfengi.

Hann er síðan sakaður um að hafa brotið gegn sömu stúlku í bíl sínum á óþekktum stað. Hafði hann samræði við stúlkuna og greiddi henni fyrir með peningum.

Hömlulaus vændiskaup

Maðurinn er síðan sakaður um að hafa greitt konu þrisvar fyrir vændi á tímabilinu maí til júlí, og annarri konu í júlí. Ennfremur eru hann sakaðu rum að hafa greitt konu í fimm skipti á ótilgreindu tímabili fyrir vændi, en brotin áttu sér stað á heimili mannsins. Orðalag í ákæru bendir ekki til þess að þarna hafi verið um börn að ræða.

Barnaníðsefni

Í tíunda lið ákærunnar er maðurinn sakaður um að hafa haft í snjallsíma sínum og fartölvu samtals 763 ljósmyndir og 98 hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan hátt.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og upptöku á barnaníðsmyndefninu.

Fyrir hönd tveggja stúlkna sem maðurinn braut gegn er krafist fjögurra milljóna króna fyrir hvora stúlku í miskabætur. Eru það mæður stúlknanna sem gera þessar miskabótakröfur fyrir hönd dætra sinna.

Réttarhöld í málinu verða lokuð. Sem fyrr segir er fyrirtaka núna næstu daga, þ.e. 23. nóvember.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka