fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Kristinn fékk undarlegt símtal frá lögreglunni í gær: „En þú ert nú engu að síður að hringa í mig. Frá embætti lögreglunnar?”

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 09:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir frá undarlegu símtali sem hann fékk frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær. Kristinn er staddur í London og segir hann frá þessu á Facebook-síðu sinni.

„Löggan hringdi í mig hingað til London í gær, ekki Scotland Yard heldur lögreglan á íslenska höfuðborgarsvæðinu. Líklegast hefur upphringjandinn haldið að ég færi í hnút yfir símtalinu svo hann tók skýrt fram í upphafi, eftir að hafa kynnt sig, að hann væri nú ekki að hringja í mig út af neinu alvarlegu,“ segir hann og bætir við:

„Erindið var að hann hafði fengið tilkynningu til sín frá konu sem taldi að samskipti við mig á Internetinu væru þess eðlis að þau kölluðu á inngrip lögreglu. Það var og.“

Fékk dónaleg skilaboð á Facebook

Kristinn rekur forsöguna og segir frá því að um helgina hafi hann fengið yfir sig frekar dónaleg skilaboð á Facebook frá einstaklingum sem samhliða höfðu sent honum vinabeiðni, svo undarlegt sem það er.

„Þetta voru allt skilaboð sem snéru að því að ég færi villu vegar í færslum mínum um málefni Gaza og helst að það færi fyrir brjóstið á viðkomandi að ég fordæmdi barnaslátrunina í linnulausum loftárásum Ísraelshers. Málfarið var allt keimlíkt.“

Kristinn segist hafa grennslast fyrir um prófíla viðkomandi og báru þeir þess merki að vera gervimenn – einstaklingar sem sem hann kærir sig lítt um að tala við. Eyddi hann einhverjum af þessum ummælum og blokkaði gervimennina.

„Loks dúkkar upp kona sem virtist vilja halda áfram sama þrástagli en nú undir nafni sem virtist alvöru. Engu að síður vildi ég ganga úr skugga um að viðkomandi væri ekta og fletti því viðkomandi upp í Íslendingabók, símaskrá og þjóðskrá. Eftir stutta skoðun kom aðeins ein kona til greina og var viðkomandi skráð með heimilisfestu erlendis, nánar tiltekið í Ísrael.“

Spurði hvort hún væri á launum

Kristinn segist hafa tekið skjáskot úr þjóðskrá sem hann birti svo á Facebook. Viðurkennir hann að með hafi fylgt dálítið meinleg spurning um það hvort hún væri á launum við að skrifa athugasemdir um innræti hans og meinta skoðanavillu.

„Sú birting olli slíku hugarvíli hjá Íslensku konunni í Ísrael að hún hringdi langlínusímtal til lögreglunnar á íslenska höfuðborgarsvæðinu með kvörtun eða kæru. Og lögreglan hringdi beint í mig,“ segir Kristinn sem vísar svo í samtalið við lögreglumanninn í gær.

„Tja hún heldur því fram að þú hafir brotið persónuverndarlög“, sagði löggan, þegar ég spurði um hinn meinta glæp – og var ekki laust við að hann væri heldur vandræðalegur, „en ég held að þetta sé ekki lögreglumál“, bætti hann við hughreystandi.“

Sagðist vera að stuðla að friði

Kristinn segist hafa bent honum á að það væri dálítið einkennilegt að tala um brot á persónuverndarlögum þegar um væri að ræða upplýsingar sem eru opnar og aðgengilegar almenningi í þjóðskrá. Það er að segja kennitala, nafn og heimilisfang. Bendir hann á að í tilfelli konunnar hafi það ekki verið nákvæmara en svo að það tilgreindi bara landið, Ísrael.

„Löggumaðurinn virtist taka undir þetta sjónarmið og ítrekaði að hann héldi að þetta væri nú ekki lögreglumál. Við það stækkaði spurningarmerkið mín megin; „En þú ert nú engu að síður að hringa í mig. Frá embætti lögreglunnar?”

Kristinn segir í færslu sinni að ef ef hægt er að tvístíga í síma hafi löggan verið byrjuð á því þarna og sagt eitthvað að þá leið að þetta væri bara gert fyrir íslensku konuna, koma þessu á framfæri og lögreglan væri bara að reyna að stuðla að friði á milli manna. Segist Kristinn hafa stillt sig um þá ábendingu að það væru aðrar leiðir fyrir lögregluna ef hún teldi friðelskandi lögsögu sína ná til botns Miðjarðarhafs. Þannig gæti lögreglan til dæmis fjölmennt á samstöðugöngu með Palestínumönnum og krafist vopnahlés strax í þeim hörmungum sem ríkja á Gaza.

Kristinn segir að lögreglumaðurinn hafi svo sagt að konan vildi meina að þetta stangaðist á við notkunarskilmála Facebook.

„Þarna var mér eiginlega öllum lokið og þó að samskipti mín og lögreglumannsins væru öll á hinum vinsamlegustu nótum spurði ég hann hvort það væri virkilega í verkahring lögreglunnar á Íslandi að fylgjast með að farið væri að notkunarskilmálum á samskiptavef í eigu bandarísks fyrirtækis – til að gæta hagsmuna konu sem borgaði skatta og skyldur í Ísrael.“

Sennilega verið dauðfeginn þegar símtalið endaði

Lögreglumaðurinn sagði þá, að sögn Kristins, enn og aftur að þetta væri ekki lögreglumál. Bendir Kristinn á að samt hafi hann gert sér það ómak í starfi sínu sem lögreglumaður að hringja í hann til London.

„Við kvöddumst kurteislega eftir þetta og mig grunar að hann hafi verið dauðfeginn að símtalið varð ekki lengra.“

Kristinn segist vera hugsi yfir stöðu mála og segir að zíonistar og vinir þeirra séu farnir að sækja í sig veðrið. Hann endar svo færslu sína á þessum orðum:

„Sem fyrirbyggjandi aðvörun ætla ég að benda þeim á sem vilja eiga við mig orðastað hér eftir á opinberum vettvangi að a) næst þegar einhver sakar mig um gyðingahatur fyrir það eitt að gagnrýna helstefnu stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum mun ég tilkynna það formlega til lögreglu sem gyðingahatur. Ég tel að ásökun um samjöfnuð af slíku tagi sé alvarleg aðför gegn öllum gyðingum heimsins, þeir allir sagðir samsekir í voðaverkum sem nú eru framin á Gaza og teljist það því hatursorðræða. Einnig b) næst þegar einhver sakar mig um gyðingahatur og/eða stuðning við Hamas mun ég líta á það sem ærumeiðandi aðdróttandi ummæli og íhuga að leita réttar míns með það að leiðarljósi. Þeim sem þurfa að ná tali af lögreglu vegna brýnna erinda er bent á símanúmerið 112.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“