fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Hagnaður af endurnýttum skóm notaður til kristniboðs – „Gamalt samstarfsverkefni“ að sögn Sorpu

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 21. nóvember 2023 09:00

Kristniboðar fá hluta af ágóða skósöfnunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluti af hagnaði af endursölu fatnaðar rennur til Samtaka íslensku kristniboðafélaganna. Um er að ræða tiltekna skó sem safnað er á endurvinnslustöðinni í Sævarhöfða.

Umræða hefur spunnist um málið á samfélagsmiðlum og sitt sýnist hverjum. Sumum hugnast það alls ekki að styðja við kristniboð heldur vilja að ágóðinn renni til góðgerðarmála.

Kristniboðssambandið (SÍK) var stofnað árið 1929 og hefur stutt við kristniboða í Asíu og Afríku. Meðal annars með því að styðja við útvarps og sjónvarpsútsendingar á kristilegu efni og fjármagna kirkjubyggingar.

„Boðun og kærleiksþjónusta fara alltaf saman og hvorugt getur án hins verið,“ segir á heimasíðu SÍK.

Ferlið í endurskoðun

„Það hefur eitthvað í snefilmagni verið safnað fyrir þessi tilteknu samtök á endurvinnslustöðinni á Sævarhöfða,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta og þróunarstjóri Sorpu.

Gunnar segir að allt sem komi til Góða hirðisins fari inn í þann rekstur og allt sem fari í fatagáma hjá Rauða krossinum fari í fataverkefni hjá þeim. Aðeins ágóði af skóm sem fari í tiltekna gáma á Sævarhöfða fari til SÍK.

Gunnar Dofri hjá Sorpu segir textílmálin í endurskoðun. Mynd/Viðskiptaráð

Hann segir einnig að það standi til að endurskoða þetta fyrirkomulag.

„Þetta er gamalt samstarfsverkefni. Við erum í því ferli núna, bæði gagnvart Rauða krossinum og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, að endurskoða textílmálefnin í heild,“ segir Gunnar.

Góði hirðirinn styrkir ekki trúboð

Ruth Einarsdóttir, verslunarstjóri Góða hirðisins, segir að verslunin styrki ekki trúboðastarf. Aðeins góðgerðastarf.

Ruth segir trúboð ekki styrkt hjá Góða hirðinum.

„Allt sem berst í okkar nytjagáma reynum við að koma í endurnot. Ef hagnaður er af rekstri þá er hann gefin til góðgerðamála hér á Íslandi. Styrkurinn renni til „Hjálpar fólki til sjálfsbjargar“ svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar. Leitast er við að styrkja efnaminni börn og ungmenni,“ segir Ruth.

Meðal annars hefur Góði hirðirinn styrkt Sorgarmiðstöð, Áfallasjóð Rauða krossins, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og Fjölskylduhjálp Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti

Diljá Mist vill svipta erlenda brotamenn íslenskum ríkisborgararétti
Fréttir
Í gær

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum

Stór sending frá Spáni – Földu kókaín í skóm og nærbuxum
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“