fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Una Margrét greinir frá sláandi dæmum um vanþekkingu íslenskra leiðsögumanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 15:27

Bakhlið styttunnar af Jóni Sigurðssyni/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, greindi í gær, í færslu á Facebook-síðu sinni frá dæmum um talsverða vanþekkingu íslenskra leiðsögumanna á sögu Íslands sem hún hefur orðið vör við á ferðum sínum um miðborg Reykjavíkur.

Una segist oft hafa orðið vör við hópa erlenda ferðamanna sem njóta leiðsagnar leiðsögumanna sem hún fullyrðir að séu Íslendingar.

Hún hefur færslu sína á frásögn af því þegar hún og eiginmaður hennar voru á gangi yfir Austurvöll fyrir nokkrum vikum. Þar hafi verið ung kona með hóp ferðamanna. Konan hafi bent hópnum á styttuna af Jóni Sigurðssyni og fullyrt að maðurinn sem styttan væri af hefði tilkynnt dönskum stjórnvöldum það í síðari heimsstyrjöldinni að Ísland hefði hér með lýst yfir sjálfstæði frá Danmörku.

Þetta gerðist að sjálfsögðu aldrei enda fæddist Jón árið 1811 og var löngu látinn þegar heimsstyrjöldin síðari skall á í september 1939.

Una segist hafa kallað leiðsögukonuna ungu á eintal og bent henni á að hún væri ekki að fara rétt með staðreyndir en þá hafi komið í ljós að leiðsögukonan taldi styttuna vera af Jónasi Hallgrímssyni.

Una segist eftir þetta atvik hafa farið að fylgjast betur með því hvað leiðsögumenn voru að segja við ferðamannahópa þegar hún gekk fram á slíkt á ferðum sínum. Enginn þeirra leiðsögumanna sem hún hlustaði á hafi búið yfir jafn lítilli þekkingu og unga konan en þó hafi verið dæmi um þó nokkra vanþekkingu.

Sögðu Íslendinga ekki hafa viljað verða sjálfstæða

Hún segist hafa hlustað á karlkyns leiðsögumann segja ferðamönnum að Íslendingar hefðu ekkert verið hrifnir af því að verða sjálfstæðir enda hefðu þeir grætt svo mikið á því að vera undir stjórn Dana. Það hefði breyst á 20. öld en þá hefði Ísland lýst yfir sjálfstæði á meðan Danmörk var hernumin í seinni heimsstyrjöldinni og Danir hefðu ekki frétt af því fyrr en að stríðinu loknu.

Þetta er því miður rangt en Íslendingar höfðu mikinn áhuga á að verða sjálfstæðir eins og sjá má glöggt í heimildum frá 19.öld og Danir voru meðvitaðir um það þegar Ísland sleit sig endanlega frá Danmörku sumarið 1944, á meðan síðarnefnda landið var enn hernumið.

Miðað við færslu Unu sagði hún ekkert í þetta skipti en hún segist ekki hafa getað þagað þegar hún hafi síðastliðinn laugardag mætt kvenkyns leiðsögumanni með hóp ferðamanna.

Leiðsögukonan hafi sagt að Jón Sigurðsson hefði verið með hugmyndir á 19. öld um að Ísland yrði sjálfstætt en enginn hefði stutt þær vegna ríkulegra fjárframlaga frá Dönum. Þegar seinni heimsstyrjöldin hafi skollið á hefðu Bandaríkin hernumið Ísland sem hafi þá allt í einu getað lýst yfir sjálfstæði.

Una segist ekki hafa getað hlustað á „þetta bull enn og aftur.“ Hún hafi kvatt sér hljóðs og sagt við ferðamennina, á ensku, að hjá Íslendingum hefði sannarlega farið fram barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, á 19. öld og fyrstu áratugum 20. aldar. Hún greindi hópnum einnig frá þeirri staðreynd að Ísland hefði samið við Danmörku árið 1918 um að Ísland myndi hljóta fullveldi og að 25 árum liðnum myndu Íslendingar kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vildu endanlega slíta sig frá Danmörku. Hafa ber í huga að eftir að fullveldið varð að veruleika var konungur Danmerkur þjóðhöfðingi Íslands fram að því að Ísland varð lýðveldi 1944.

Una spyr að lokum hvort það verði ekki að gera þá lágmarks kröfu að leiðsögumenn veiti erlendum ferðamönnum réttar upplýsingar um sögu Íslands.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“