fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Ætlar að bjóða sig fram á móti Pútín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. nóvember 2023 13:30

Stuðningsmenn Igor Girkin hafa birt þessa mynd, til að kynna forsetaframboðið, á Telegramsíðu hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint er frá því í fjölmiðlum víða um heim að Vladimir Pútín forseti Rússlands megi eiga von á mótframboði í forsetakosningum sem standa fyrir dyrum í mars á næsta ári.

Reuters greinir frá því að hinn mjög svo þjóðernissinnaði Igor Girkin, sem styður eindregið stríðsreksturinn gegn Úkraínu, segist vilja bjóða sig fram á móti Pútín. Hann situr um þessar mundir í fangelsi en bíður réttarhalda. Honum er gefið að sök að hafa beitt sér fyrir því að færa Rússland enn lengra í átt að harðri þjóðernisstefnu og hvatt til uppreisnar.

Girkin segir að búast megi við byltingu og borgarastyrjöld í Rússlandi ef æðstu foringjar hersins fari ekki að skipuleggja stríðsreksturinn með árangursríkari hætti.

Hann er fyrrverandi fulltrúi í leyniþjónstu Rússlands, FSB. Í störfum sínum aðstoðaði hann meðal annars við innlimun Krímskaga í Rússland 2014 og að koma saman hersveitum í Austur-Úkraínu sem hliðhollar eru Rússum.

Skömmu áður en hann var handtekinn sagði Girkin að hann og stuðningsmenn hans ætluðu að hella sér út í stjórnmál. Girkin á hins vegar ekki von á að því að sigurlíkur hans séu miklar en hann segir vitað mál að kosningarnar verði skrípaleikur og það sé gefið fyrirfram að Pútín verði kjörinn enn einu sinni.

Girkin býst heldur ekki við því að honum verði yfirhöfuð leyft að taka þátt í kosningunum. Hann vonar hins vegar að tilraunir hans til að sameina þjóðernissinnaðar sveitir muni trufla fyrirætlanir yfirvalda um að halda forsetakosningar sem séu í raun í skötulíki.

Segist verða betri forseti en Pútín

Pútín hefur ekki formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram til endurkjörs en búist er fastlega við því að hann hafi hug á að sitja lengur og verði hann endurkjörinn myndi hann tryggja sér forsetastólinn til ársins 2030 en hvert kjörtímabil forseta Rússlands er 6 ár.

Rússnesk stjórnvöld hafa beitt þjóðernissinnaða gagnrýnendur sína aukinni hörku. Þessi hópur vill að harkan í stríðinu gegn Úkraínu verði aukin og að sett verði herlög og komið á allsherjar herskyldu.

Girkin var handtekinn í júlí síðastliðnum og er sagður vilja koma á keisaradæmi á ný í Rússlandi. Hann segir stríðið gegn Úkraínu vera hluta af tilvistarlegri baráttu við Vesturlönd sem hann segir vera hrokafull.

Hann sagði í maí síðastliðnum að þrátt fyrir að hann gagnrýndi Pútín væri forsetinn eini lögmæti valdhafinn í Rússlandi.

Í ágúst var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Þá sagði Girkin að hann myndi vera betri forseti en Pútín. Hann sagði forsetann of góðan og treysta yfirmönnum hersins og leyniþjónustustofnana of mikið.

Girkin var á síðasta ári dæmdur fyrir morð í Hollandi. Hann var fjarstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp vegna þátttöku Girkin í að skjóta niður farþegaflugvél yfir Úkraínu en árásin varð öllum 298 farþegum og áhöfn, sem um borð voru, að bana.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Í gær

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð