fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Skotárásin við Silfratjörn – Blóðblettir enn í gólfi sameignar þegar börn héldu til skóla í morgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 13:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir sem býr í fjölbýlishúsi við Silfratjörn þar sem skotárás var framin á fimmta tímanum í nótt er ósátt við að íbúar hafi ekki verið látnir vita í morgun að byssumaður, sem var að verki í húsinu, gengi laus.

„Foreldrar voru ekki látnir vita af því að það væri hættulegur vopnaður maður á vappi þegar öll börn fóru af stað í skólann þremur klukkustundum eftir atvikið,“ segir konan í samtali við DV.

Konan segist ekki hafa vaknað við skothvellina í nótt en það hafi margir íbúar gert og látið hana vita. „Ég auðvitað fylgdi barninu mínu í skólann í morgun,“ segir konan.

Myndefni frá vettvangi sýnir að ekki var búið að hreinsa upp allt blóð sem liggur eftir í sameigninni eftir skotárásina. Meðfylgjandi skjáskot úr myndbandi sýna þetta.

Konan segir mikinn óhug vera í íbúum hússins eftir atburði næturinnar og að líklega hafi flestir íbúar vaknað upp við skothvellina þó að hún sjálf og hennar dóttir hafi þá enn sofið værum svefni.

Síðast þegar vitað var þá var ekki búið að handtaka árásarmanninn. Árásarþolinn er sagður ekki alvarlega slasaður.

Tilkynning lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt, en tilkynning um málið barst lögreglu kl. 4.54. Þar var skotið á karlmann við hús í hverfinu og var hann fluttur á Landspítalann til aðhlynningar. Líðan mannsins er eftir atvikum, en hann er ekki í lífshættu. Árásarmaðurinn fór af vettvangi og er hans leitað. Rannsóknin er á frumstigi og því er ekki með öllu ljóst hvað bjó að baki árásinni, en grunur er um að hún tengist útistöðum tveggja hópa. Fyrir liggur að nokkrum skotum var hleypt af á vettvangi og hafnaði eitt þeirra í manninum eins og áður sagði. Annað skot hafnaði enn fremur í íbúð fólks, sem er með öllu ótengt málinu.

Vegna málsins biðlar lögregla til bæði íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Úlfarsárdal og Grafarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Um er að ræða tímann frá miðnætti í gærkvöld og til klukkan sjö i morgun, en í þágu rannsóknarinnar er verið að leita upplýsinga um grunsamlegar mannaferðir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og embætti ríkislögreglustjóra eru með mikinn viðbúnað vegna málsins og svo verður áfram, en ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta