fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hóta Svandísi skaðabótamálum ef blóðmerahald verður takmarkað – „Stórt loftslagsmál“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 2. nóvember 2023 15:30

Blóðmerahald hefur verið afar umdeilt síðan dýraverndunarsamtök birtu myndband frá Íslandi í nóvember árið 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bændasamtökin hafa sent Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra formlega kvörtun vegna breytinga á reglum um blóðmerahald. Muni starfsemin dragast saman megi íslenska ríkið eiga von á bótakröfum.

Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 15. september síðastliðinn að tekin hafi verið ákvörðun um að fella blóðmerahald undir reglugerð um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. En sú reglugerð gildir ekki um almennan landbúnað.

Engin betri leið til að auka frjósemi

Bændasamtökin benda á að blóðmerahald hafi verið stundað í hálfa öld og er starfsemin byggð á rannsóknum frá fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Er það gert til að framleiða hormónið PMSG/eCG til að auka við frjósemi svína, nautgripa og sauðfjár. Auðveldlega sé því hægt að rökstyðja að atvinnugreinin falli ekki undir vísindarannsóknir.

Í reglugerðinni stendur að ekki skuli nota lifandi dýr í vísindarannsóknum ef aðrar aðferðir eru til sem ná fram álíka niðurstöðum og þeim sem sóst er eftir. Til eru önnur lyf til að auka við frjósemina en Bændasamtökin segja þau ekki eins árangursrík og hormónið PMSG/eCG og þeim fylgi fleiri fylgikvillar.

Einnig að ef hormónsins nyti ekki við myndi þurfa að allt að 15 prósent fleiri gripi til að framleiða sama afurðamagn. Því fylgir aukinn húsnæðis-, aðstöðu-, fóður-, áburðar- og orkukostnaður með tilheyrandi vistspori. „Því er aukin frjósemi búfjár hagur allra og stórt loftslagsmál,“ segir í bréfinu.

Ráðuneytið megi eiga von á bótakröfum

Bændasamtökin segja að með því að fella blóðmerahald undir reglugerðina sé verið að takmarka atvinnufrelsi bænda og eignarrétt sem séu grundvallar mannréttindi, bundin í stjórnarskrá. Þá standist ákvörðunin ekki meðalhóf.

„Bændasamtök Íslands hafa lagt eftirfarandi mat á lögmæti ákvörðunar þessarar og er niðurstaðan að það sé afar ólíklegt að hún standist matið,“ segir í bréfinu.

Fyrri reglugerð um blóðmerahald átti að gilda til 6. október árið 2025 en var felld niður. Samkvæmt henni var blóðmerahald leyfisskyld starfsemi og Matvælastofnun gaf út leyfin. Að mati Bændasamtakanna verða þessi leyfi ekki felld niður bótalaust.

„Má matvælaráðuneytið f.h. íslenska ríkisins því eiga von á bótakröfum, frá þeim félagsmönnum Bændasamtaka Íslands sem stunda blóðmerahald, verði breytingar á starfseminni, sem takmarka hana að einhverju leyti, vegna þeirrar ákvörðunar ráðuneytisins sem kynnt var hinn 15. september sl.“

Umdeild starfsemi

Blóðmerahald hefur verið mjög umdeild starfsemi eftir að dýraverndunarsamtökin Animal Welfare Foundation birtu myndband af blóðtöku á Íslandi í nóvember árið 2021. En þar sáust meðal annars hryssur barðar með bareflum.

Ásmundur segir blóðmerar hafa það best allra mera á Íslandi.

Inga Sæland og þingflokkur Flokks fólksins hafa tekið málið mjög upp á sína arma og barist fyrir því að blóðmerahald verði bannað. Aðrir hafa komið starfseminni til varnar, svo sem Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Samkvæmt upplýsingum sem fram komu í atvinnuveganefnd um daginn, þar sem yfirdýralæknir var fyrir svörum þegar ég óskaði eftir að hún yrði þar, hafa engin hross í landinu það betra en blóðmerar, engin hross. Minnsta álagið er á þeim. Það eru u.þ.b. 40 mínútur á ári sem þær eru undir álagi en annars eru þær úti á beit,“ sagði Ásmundur nýlega í þingræðu.

Áhrifin af lagabreytingum ekki komin fram

Alls eru á annað hundrað býli á Íslandi sem stunda blóðmerahald á um 2 þúsund merum.

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að starfsemin sé árstíðabundin og blóðtökutímabilinu sé lokið í ár. Áhrifin á lagabreytingunum séu ekki komn fram enn þá.

„Þá liggur fyrir að Ísteka mun þurfa að sækja um leyfi um dýratilraunir til að starfsemin geti haldið áfram og óvíst er hvernig slík umsókn verður afgreidd,“ segir Vigdís.

Aðspurð hvort einhverjar frekari aðgerðir liggi fyrir að hálfu Bændasamtakanna, svo sem að kæra ákvörðunina, segir Vigdís svo ekki vera að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“