fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Verðmætabjörgun í Grindavík heldur áfram í dag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 09:07

Mynd: Grindavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um eftirfarandi aðgang íbúa að Grindavík í dag, 18. nóvember.

Búið er að hafa samband við þá íbúa Grindavíkur sem eiga þess kost að fara inn í bæinn í dag.   Vakin er athygli á því að þeir einir fá að fara inn í bæinn sem aðgerðastjórnin í Reykjanesbæ hefur haft samband við.

Aðkomuleið fyrir íbúa til verðmætabjörgunar í dag verður einungis um Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut.   Heimildin tekur til 130 fasteigna í Grindavík.   Aðgerðin hefst kl. 9.   Eftir kl. 15 í dag verður fyrirtækjum hleypt inn á svæðið.  Ítrekað er að þeir einir fara inn í Grindavík sem aðgerðastjórnin í Reykjanesbæ hefur haft samband við símleiðis.   Samhliða þessu er viðbragðsaðilar í sérverkefnum.  Vel gekk að hringja í þá íbúa sem eiga þess kost að fara til Grindavíkur í dag.

Vakin er athygli á því að það er ekki sjálfsögð krafa að fara inn á hættusvæði sem hefur verið rýmt af öryggisástæðum.   Fyrst og fremst þarf að huga að öryggi viðbragðsaðila sem flestir eru sjálfboðaliðar.  Þeirra öryggi þarf ávallt að tryggja.

Íbúar eru upplýstir um framkvæmdina og hvenær þeir eiga að mæta við gatnamót Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar.  Íbúar verða fluttir með björgunarsveitarbifreiðum frá söfnunarstað utan Grindavíkur og frá heimilum í Grindavík til baka.

Áætlunin getur breyst án fyrirvara, en þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu.

Í dag eru viðbragðsaðilar að vinna inn á mesta hættusvæði Grindavíkur.  Fjölmiðlafólki hafi samband við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varðandi aðgang að lokuðum svæðum.  Undanþágur frá drónabanni eru veittar en afgreiðsla þeirra er í höndum ríkislögreglustjóra.

Íbúum Grindavíkurbæjar er bent á góða upplýsingagjöf á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is og á heimasíðu almannavarna www.almannavarnir.is

Til athugunar fyrir íbúa:

             Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara

             Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili

             Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað

             Munið eftir húslykli

             Búr fyrir gæludýr ef þörf er á

             Poka eða annað undir muni

             Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu.

             Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni.

             Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk

             Mjög mikilvægt er að allir sem koma að þessari aðgerð hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar