fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Leggur til Sudburyskóla fyrir grindvísk börn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. nóvember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Pétursson, fyrrum formaður Kennarasambands Íslands, tjáir sig um skólamál grindvískra barna. Börnin eru nú á víð og dreif, sum eru farin að mæta í skóla á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og jafnvel víðar, meðan önnur eru enn heima hjá foreldrum sínum. 

Ragnar Þór segist hafa lesið á fjölmiðlum í gær að fundur var haldinn um skólamál barna frá Grindavík. Segist hann skilja vel að fólk vilji að slík mál skýrist og vilji hann í sjálfu sér alls ekki hafa of miklar skoðanir á því með hvaða hætti því verður fyrir komið. 

„Grindvíkingar einir eiga að stýra því. Ég veit þó að ég á vini hverra starf það er að ígrunda þessi mál. Ég velti því upp til umhugsunar hvort ekki sé ástæða til að leiða hugann að Sudbury-skólanum,“ segir Ragnar Þór.

„Í stað þess að finna lausar kennslustofur hér og þar í helstu þéttbýliskjörnum og skipa árgöngum að mæta samkvæmt stundaskrá mætti opna aldursblandaðar félags- og fræðslumiðstöðvar fyrir ungmenni. Þær gætu þess vegna opnað í hádeginu með sameiginlegum málsverði. Börn og ungmenni gætu mætt þangað eins og þau vilja, systkini með systkinum, vinir með vinum. Þar gæti verið aðstæður fyrir leikskólabörn, grunnskólabörn og yngri framhaldsskólanemendur. Góði hirðirinn og aðrir fylla svæðin af borðum, sófum og húsgögnum. Í boði væru allskonar smiðjur sem mannaðar væru að stórum hluta af fólki sem býður fram krafta sína,“ segir Ragnar Þór sem segist glaður myndu bjóða sig fram og örugglega fjöldi annarra kennara.

„Hvorki væri krafist viðveru grindvískra nemenda né kennara þótt þeir væru að sjálfsögðu allir hjartanlega velkomnir. Á staðnum væru borðtennisborð, púlborð, málningartrönur, píla, playstation eða xbox og fleira til skemmtunar, fræðslu og uppörvunar. Krakkar sem vildu steypa sér í stærðfræði, matreiðslu, forritun eða íslensku (til dæmis tíundubekkingar sem vilja ekki dragast aftur úr) hefðu mörg tækifæri til þess. Þeir fengju að stýra ferðinni sjálfir. Fullorðnir jafnt sem börn gætu fræðst þarna, unnið að margvíslegum hugðarefnum, fræðum, listum og menningu.“

Ragnar Þór bendir á að stutt sé til jóla.

„Fólk býr enn við stórkostlega óvissu. Ég held að eitthvað svona gæti orðið að miklu gagni. Fyrir utan það að ég er töluvert mikið þeirrar skoðunar að svona skóli sé að flestu leyti betri en sá hefðbundni.

Og áður en einhver fer að segja að þetta yrði of dýrt bendi ég á að fyrir upphæðina sem ríkið er tilbúið að verja til að borga verktökum fyrir að verja Svartsengi og Bláa lónið væri hægt að kaupa um tíu Playstation 5 tölvur fyrir hvern einasta Grindvíking. Það myndi duga að kaupa tíu stykki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi