fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Karlar og eldri borgarar á Íslandi minnst hrifnir af styttingu vinnuvikunnar

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 18. nóvember 2023 17:30

Eldri borgarar eru mun minna hrifnir af styttingu vinnuvikunnar en yngra fólk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningur við styttingu vinnuvikunnar er mun meiri á meðal kvenna en karla. Einnig er yngra fólk mun hrifnari af henni en eldri borgarar.

Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Prósent gerði.

Í heildina litið er stuðningur við styttingu vinnuvikunnar mjög mikill. 64 prósent eru hlynnt henni en aðeins 19 prósent andvíg. 17 prósent sögðust hvorki vera hlynnt né andvíg.

Athygli vekur að mjög mikill munur er á kynjunum hvað þetta varðar. 73,3 prósent kvenna eru hlynnt styttingu en aðeins 10,1 prósent andvíg. Hjá körlum er þetta mun jafnara. 56,2 prósent styðja styttingu vinnuvikunnar en 27 prósent eru andvíg. Munar þarna um 17 prósentustigum á kynjunum.

Þegar litið er til aldurshópa sést að stuðningur eldri borgarar, 65 ára og eldri, er áberandi minnstur. 50,3 prósent þeirra styðja styttingu vinnuvikunnar en hjá öllum öðrum aldurshópum er stuðningurinn 60 prósent eða meira. 31 prósent eldri borgara eru á móti styttingunni. Fólk á aldrinum 25 til 34 ára er hrifnast af styttingu vinnuvikunnar. 76 prósent styðja hana.

Atvinnurekendur og sjálfstætt starfandi eru minnst hrifnir af styttingu. Þó eru fleiri í þeim hópi fylgjandi en á móti, það er 45,1 prósent á móti 43,7. Launafólk í fullu starfi er hrifnast af styttingu, 69,8 prósent styðja hana.

Könnunin var netkönnun gerð dagana 30. október til 9. nóvember. Úrtakið var 2.250 einstaklingar og svarhlutfallið 51 prósent.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku

Ákæran í stóra fíkniefnamálinu: Afi og amma geymdu efnin heima hjá sér og seðlabúnt voru flutt á bifreiðaverkstæði í Auðbrekku
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu

Líkamsleifar tveggja manna í ferðatöskum vekja óhug í Bretlandi – Scotland Yard stýrir leit að hinum grunuðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta

Hlaut lífstíðarfangelsi fyrir ráðabrugg um að nauðga og drepa eina skærustu sjónvarpsstjörnu Breta