fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Stórhætta í Reynisfjöru – „Þetta er það sem gerist þegar þú ert fífldjarfur ferðamaður og hlustar ekki á reglurnar“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 17. nóvember 2023 11:30

Aldan kom hratt að.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur erlendra ferðamanna lenti í vandræðum í Reynisfjöru á miðvikudag. Stóðu þeir nálægt flæðarmálinu þegar stór alda kom og velti þeim um koll.

Atvikið náðist á myndband og var deilt á TikTok. Það var notandinn Kelsey Starlight sem deildi myndbandinu sem hefur farið eins og eldur í sinu um netið.

„Þetta er það sem gerist þegar þú ert fífldjarfur ferðamaður og hlustar ekki á reglurnar,“ sagði notandinn í færslu með myndbandinu. Hefur myndbandið fengið 3,7 milljón áhorf.

Í myndbandinu sjást fjórir ferðamenn ganga að flæðarmálinu, tveir þeirra með síma og tveir baðandi út höndunum eins og til að ögra sjálfum Neptúnusi fyrir myndatöku. Stór alda skellur svo á þeim með miklum hraða og krafti og veltir tveimur þeirra um koll.

@kelseystarlight This is what happens when you’re a cocky tourist and don’t listen the rules 😂 whyyyy are people like this?! Black Sand Beach is Icelands Most Dangerous Beaches (and one of the most dangerous beaches in the world) due to “sneaker waves” that look calm and small, but are in fact so powerful, they drag people out to the ocean and people have died here. The number 1 rule at this beach is: “Never turn your back on the waves” and to not go where you can’t see orher footprints. Some people will do anything for a video/photo. 💀 #iceland #blacksandbeach #blacksandbeachiceland #blacksand #reynisfjara #reynisfjarablacksandbeach #blackbeach #icelandbucketlist #thingstodoiniceland #icelandtravel #icelandadventure #icelandvolcanoeruption #icelandblacksandbeach #icelandtravel ♬ original sound – Kelsey


Svo kemur sogið og einn ferðamaðurinn átti augljóslega í nokkrum vandræðum en annar kom honum til bjargar. Virðist sem ferðamönnunum hafi ekki orðið meint af þessu.

Sífelld áhættuhegðun

Þessir ferðamenn voru heppnari en margir aðrir hafa verið á undanförnum árum. Banaslys varð í júlí síðastliðnum í Reynisfjöru þegar alda hreif erlendan ferðamann á áttræðisaldri með sér.

Á sjö ára tímabili, árin 2015 til 2022, urðu samanlagt fimm banaslys í fjörunni. Sjö önnur alvarleg slys hafa orðið á þessum stað. Viðvaranir hafa lítið virkað til að stoppa eða minnka áhættuhegðun fólks á þessum vinsæla ferðamannastað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins
Fréttir
Í gær

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“

„Ólíkt staðhæfingum Jóns er staðreyndin sú að Heimildin á enga aðkomu að gerð leyniupptaka“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“

Fjölskylda með ungt barn nærri hrifsuð á haf út í Reynisfjöru – „Ég er enn þá reiður út í þessa foreldra“