fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Neita að sitja undir „ósannindum“ Norðuráls um uppsögn sjö barna föðurs eftir 17 ára starf – „Valdið okkur kvíða og angist“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 16:30

Norðurál á Grundartanga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness greindi fyrr í dag í færslu á Facebook-síðu sinni frá nýjustu tíðindum í máli sjö barna föður sem sagt var upp störfum eftir 17 ára starf í álveri Norðuráls á Grundartanga. Einu ástæðurnar sem gefnar voru fyrir uppsögninni voru að maðurinn væri að tala illa um fyrirtækið og hefði mætt á fjölskylduskemmtun á vegum þess án þess að skrá sig. Nú hafa 80 prósent almenns starfsfólks í steypuskála álversins sent frá sér yfirlýsingu þar sem það fordæmir uppsögn mannsins og neitar að sitja undir ósannindum Norðuráls um uppsögnina.

Sjá einnig: Starfsmenn Norðuráls í áfalli eftir að sjö barna föður var sagt upp eftir 17 ára starf – Ástæðan sögð óskiljanleg

Vilhjálmur segir í færslu sinni að Norðurál hafi neitað að draga uppsögnina til baka.

Vilhjálmur segir að 80 prósent óbreyttra starfsmanna á „gólfinu“ af öllum vöktum í steypuskála hafi skrifað undir yfirlýsinguna. Þeir hafi gert þá skýlausu kröfu að tryggt yrði að nöfn þeirra sem skrifuðu undir bærust alls ekki til forsvarsmanna Norðuráls enda óttist starfsmenn um atvinnuöryggi sitt við að taka þátt í að koma þessum mikilvægu skilaboðum á framfæri til yfirstjórnar. Starfsmenn telji uppsögnina vera siðferðislega ranga og ekki standast skoðun. Þeir krefjist þess í yfirlýsingunni að uppsögn mannsins verði dregin til baka enda séu þær ávirðingar sem á hann voru bornar ekki sannleikanum samkvæmar.

Stoltur af kjarki samstarfsfólks mannsins

Vilhjálmur segist stoltur af kjarki þessara félagsmanna sinna og að um einsdæmi sé að ræða að 80 prósent starfsmanna skrifi undir slíka yfirlýsingu. Yfirlýsingin hafi verið gerð að frumkvæði starfsmannanna sem hafi beðið Verkalýðsfélag Akraness að koma henni á framfæri við yfirstjórn Norðuráls en birta hana opinberlega ef það kæmi ekkert svar innan viku. Vilhjálmur segir að ekkert svar hafi borist frá Norðuráli og því sé yfirlýsingin birt opinberlega.

Yfirlýsing 80 prósent almennra starfsmanna í steypuskála álvers Norðuráls á Grundartanga er efirfarandi:

„Við undirrituð fordæmum uppsögn xxxxxxxx xxxx xxxxxxxxxxxx og staðfestum að þær ástæður sem honum voru gefnar sem forsendur fyrir uppsögn eru alls ekki sannleikanum samkvæmar.

Með því að gefa þá ástæðu fyrir uppsögn að xxxxxxx hafi verið að tala illa um og níða fyrirtækið er verið að saka starfsfólk í steypuskálanum um að hafa komið slíku á framfæri við framkvæmdastjóra steypuskála og aðra yfirmenn og undir slíkum ósannindum getum við starfsmenn steypuskála alls ekki setið.

Við viljum koma því á framfæri með undirritun okkar að xxxxxxx xxxx hefur unnið af heilindum og dugnaði fyrir Norðurál þau 17 ár sem hann starfaði hjá NA.

Þessi tilhæfulausa uppsögn hefur valdið okkur kvíða og angist enda er hún algerlega siðferðislega röng í alla staði og framkvæmdastjóra steypuskála til skammar, enda erum við sannfærð um að uppsögnin sé runnin undan rifjum hans. Í ljósi þess að þær forsendur sem xxxxxxx voru gefnar fyrir uppsögninni eru ekki sannleikanum samkvæmar skorum við á yfirstjórn Norðuráls að draga umrædda uppsögn til baka.

Við undirrituð lýsum hins vegar yfir fullkomnu vantrausti á framkvæmdastjóra steypuskála Norðuráls vegna þessarar röngu uppsagnar og síðast en ekki síst vegna slæmra stjórnunarhátta sem hann ástundar í starfi sínu gagnvart okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“