fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Jóhann ákærður fyrir dreifingu og vörslu barnaníðsefnis í Kanada

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 09:00

Jóhann Scott Sveinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Scott Sveinsson, þrítugur Íslendingur, hefur verið ákærður í Kanada fyrir þrjú brot er varða barnaníðsefni. Vísir greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi. Jóhann, sem á íslenskan föður og skoska móður, er búsettur í borginni Abbotsford í Bresku-Kólumbíu og það var staðarmiðillinn Abbotsford News sem greindi frá málinu.

Málið gegn Jóhanni snýr að innflutningi og dreifingu barnaníðsefnis þar ytra  í júní 2022 og janúar 2023 sem og vörslu barnaníðsefnis í maí 2023. Í frétt staðarmiðilsins kemur fram að rannsókn málsins hafi hafist í mars 2023.  Er haft eftir lögreglustjóra borgarinnar að rannsakendur málsins hafi lagt sig alla fram við rannsókn málsins og meðal annars með hjálp leitarheimilda hafi böndin beinst að Jóhanni.

Málið var tekið fyrir í dómstól ytra þann 6. nóvember síðastliðinn en í umfjöllun staðarmiðilsins kemur fram að Jóhann hafi ekki mætt í réttarsal til að halda uppi vörnum.

Jóhann hefur starfað við kvikmyndagerð hérlendis, er giftur íslenskri konu og eiga þau einn barnungan son saman.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins

Manndrápsmálið: Konan fundin – Sjö í haldi vegna málsins
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina

Sauð upp úr fyrir brottför á Keflavíkurflugvelli – Systkini helltu sér yfir áhöfnina
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?