fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024
Fréttir

Hjörtur Magni þungt hugsi: „Vá, gott fólk, hvað merkir þessi farsi?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. nóvember 2023 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur segir að þau sem telja sig í forsvari á sviði kirkjumála hér á landi fari að haga sér kristilega og hugsa um eitthvað annað en eigin völd og ásókn í annarra manna fjármuni.

Hjörtur skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann skrifar um íslensku þjóðkirkjuna.

Virðast ætla að taka sér meiri völd

„Sjald­an ef nokk­urn tíma hafa bisk­up­sembætti þjóðkirkj­unn­ar notið eins lít­ill­ar virðing­ar eða eins tak­markaðs trú­verðug­leika og und­an­farna mánuði, reynd­ar í mörg ár. Forsíðufrétt­ir, aft­ur og aft­ur, klúður á klúður ofan í bisk­upa­brölt­inu. Hvað gera bisk­up­ar þá? Jú, þeir virðast nú ætla í vík­ing, taka sér meiri völd,“ segir hann og vísar í tillögu tveggja biskupa þjóðkirkjunnar til kirkjuþings, Agnesar Sigurðardóttur biskups og Kristjáns Björnssonar vígslubiskups, um eigin völd og áhrif sem Hjörtur segir að eigi að ná langt út fyrir mörk stofnunarinnar.

Hjörtur segir að mál þetta sé að finna á yfirstandandi þingi sem mál 24 en í henni segir:

„Bisk­up Íslands hef­ur yf­ir­um­sjón með kirkjuaga inn­an þjóðkirkj­unn­ar og hjá frí­kirkju­söfnuðum er starfa á sama kenn­ing­ar­grunni.“

Páfi og kardínálar hér á landi?

Hjörtur er þungt hugsi yfir þessu og segir:

„Sem sagt, að bisk­up þjóðkirkj­unn­ar hafi „yf­ir­um­sjón með kirkjuaga“ og hafi til­sjón hjá og með sjálf­stæðum lút­ersk­um frí­kirkj­um. Enn frem­ur seg­ir að „til­sjón bisk­ups tek­ur þá til allra þátta kirkju­legr­ar starf­semi og starfs­fólks“. Hvorki meira né minna. Þetta hljóm­ar sem yf­ir­taka.“

Hjörtur Magni bendir á að Fríkirkjan í Reykjavík sé algjörlega sjálfstæð og óháð þjóðkirkjunni og biskupum hennar. Hún vilji ekki vera sett undir neitt biskupsvald.

„Vá, gott fólk, hvað merk­ir þessi farsi? Hvaðan á þetta sjálf­tekna vald að koma? Er það frá páf­an­um í Róm? Erum við hér að fara að sjá tvo kardí­nála, ann­an í Skál­holti og hinn á Hól­um og svo ís­lenska út­gáfu af alráðum páfa hér í Reykja­vík?“

Hjörtur Magni spyr hvort bisk­up­ar ætli að taka sér aga- og til­sjón­ar­vald yfir fleiri lögaðilum sem eru stofn­un­inni al­veg ótengd­ir.

„T.d. yfir ís­lensk­um fjöl­miðlum svo að þeir flytji eng­ar nei­kvæðar frétt­ir af þjóðkirkj­unni? Ætla bisk­up­ar að taka sér aga- og til­sjón­ar­vald yfir Siðmennt, Ása­trú­ar­fé­lag­inu, yfir kirkjuþingi og jafn­vel Alþingi svo að eng­ar rang­ar ákv­arðanir verði þar tekn­ar varðandi stofn­un­ina?“

Brot á landslögum um trúfrelsi

Hann segir að mikið hafi fjölgað í frjáls­um lút­ersk­um frí­kirkj­um mörg und­an­far­in ár og á sama tíma hafi mjög fækkað í þjóðkirkj­unni. Hugs­an­lega sé þessi fá­rán­leiki ein­hvers kon­ar „fálm­kennd varn­ar­viðbrögð við því“ eins og hann orðar það.

„Reynd­ar hef­ur mest fjölgað hér á landi þeim sem engu trú­fé­lagi vilja til­heyra og þar er fæl­andi fram­göngu þjóðkirkju­stofn­un­ar­inn­ar helst um að kenna. Ef valda­til­laga bisk­up­anna nær fram ganga er hér um að ræða brot á lands­lög­um um trúfrelsi.“

Skömm fyrir þjóðkirkjuna

Hjörtur Magni segir að samskipti þjóðkirkjustofnunarinnar og Fríkirkjunnar í Reykjavík hafi verið svo gott sem engin undanfarna áratugi.

„Þjóðkirkju­stofn­un­in með öll sín for­rétt­indi og millj­arða hef­ur látið sem frí­kirkj­an sé ekki til þótt hún sé var­in af stjórn­ar­skrá Íslands. Und­an­tekn­ing eru umræður á kirkjuþingi árið 2001. Þá vaknaði sú hug­mynd inn­an kirkjuþings að bjóða frí­kirkj­um að ganga inn í þjóðkirkj­una, það átti að vera freist­andi boð og vott­ur um krist­inn kær­leika. Það var alls ekki að beiðni frí­kirkn­anna, alls ekki frá okk­ur komið. Þegar upp­tök­ur af umræðum kirkjuþings láku óvart út kom til­gang­ur­inn í ljós.“

Hjörtur segir að tilgangurinn hafi verið að fríkirkjur misstu sérstöðu sína og aðdráttarafl.

„Frí­kirkju­fólki eða frí­kirkju­fyr­ir­komu­lag­inu var líkt við asna, asna sem stæði utan borg­ar­múr­anna þ.e. utan þjóðkirkj­unn­ar en var klyfjaður miklu gulli, þ.e.a.s. trú­fé­laga­gjöld vax­andi frí­kirkna sem þjóðkirkj­an girnt­ist. Til­gang­ur­inn var að lokka asn­ann inn fyr­ir borg­ar­múr­inn, ná gull­inu af baki hans en senda asn­ann, þ.e. frí­kirkju­hug­sjón­ina, síðan aft­ur út fyr­ir borg­ar­múr­inn, þar sem hann ætti helst heima, þ.e. hvergi. Eng­ir af æðstu mönn­um þjóðkirkju­stofn­un­ar­inn­ar, svo sem bisk­up­ar eða guðfræðipró­fess­or­ar sem tóku þátt í umræðunum, fundu neitt að þess­um lík­ing­um.“

Hann segir að með lævís­um hætti hafi til­gang­ur­inn verið sá að frí­kirkj­ur misstu sér­stöðu sína, aðdrátt­ar­afl og fjár­muni. Á kirkjuþingi hafi verið talað um frí­kirkj­ur af slíkri fyr­ir­litn­ingu og hroka að veru­leg skömm er að fyr­ir þjóðkirkju­stofn­un­ina.

„Nú þegar þjóð okk­ar og einkum sam­fé­lagið okk­ar á Reykja­nesi hér á suðvest­ur­horn­inu stend­ur frammi fyr­ir hrylli­legri ógn nátt­úru­afl­anna, þá væri æski­legt að þau sem telja sig, einkum sjálf, í for­svari á sviði kirkju­mála fari að haga sér kristi­lega, hugsi um eitt­hvað annað en eig­in völd og ásókn í annarra fjár­muni. Hverj­ir þurfa aga og til­sjón?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri