Gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í íbúð í Bátavogi í Reykjavík, laugardagskvöldið 23. september, hefur verið framlengt til 7. desember. Vísir.is greinir frá.
Nútíminn greindi frá því fyrir skömmu að smáhundur konunnar hefði fundist dauður inn i í frysti í íbúðinni. Í frétt Vísis núna kemur fram að krufning á smáhundinum sé hluti af rannsókn málsins. Ekki er talið að hundurinn hafi verið drepinn.
Lögregla hefur sterkan grun um að konan hafi ráðið manninum bana og ekki eru aðrir grunaðir um morðið. Hinn látni var 58 ára gamall tveggja barna faðir. Konan er 41 árs gömul.