fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Samtökin á bak við Blanka stíga fram – Krefjast hækkunar um 12,4% án tafar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auglýsingar frá Blanka fyrr í vikunni vöktu mikla athygli og veltu margir fyrir sér hver eða hverjir væru á bak við umrætt fyrirtæki. Nú er komið í ljós að það eru ÖBÍ réttindasamtök (Öryrkjabandalagið) sem eru á bak við umrædda auglýsingaherferð.

Tilgangur verkefnisins er skrumskæla hönnunarstíl og myndmál bankanna til að vekja athygli almennings og stjórnvalda á vondum kjörum fatlaðs fólks, skorti á húsnæðisöryggi og skertu aðgengi þess að heilbrigðisþjónustu, eins og segir í fréttatilkynningu frá ÖBÍ.

Fimm kanónur í viðskiptalífinu samþykktu að skrá sig sem stjórnarmenn í Blanka til að sýna málstaðnum stuðning: Reynir Grétarsson er skráður stjórnarformaður Blanka. Hann er stofnandi Creditinfo og fyrrverandi forstjóri SaltPay. Reynir er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann gegndi áður stöðu forstjóra Creditinfo til ársins 2017. Aðalsteinn Leifsson er fyrrverandi ríkissáttasemjari og vann áður lengi hjá Háskólanum í Reykjavík. Í dag á hann og rekur ráðgjafarfyrirtækið Gusta consulting.  Ragnheiður H Magnúsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Maggar. Hún hefur áður setið í stjórn meðal annars VÍS og Faxaflóahafna og komið víða við í íslenska tæknigeiranum. Hjálmar Gíslason er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID og stofnaði áður Datamarket. Hann var útnefndur viðskiptamaður ársins árið 2014. Hrund Gunnsteinsdóttir er fyrirlesari, fjárfestir og rithöfundur sem hefur setið í stjórn Eyris Invest, unnið á vegum WEF og er fv. framkvæmdastjóri Festu.

Staðreynd að vaxandi hópur fatlaðs fólks á Íslandi þarf að takast á við blankheit

Blanki er ekki til eins og fram hefur komið…..en vaxandi hópur fatlaðs fólks á Íslandi þarf að takast á við blankheit. Þetta sýna fjölmargar kannanir og rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum og er fullkomlega augljóst ef maður bara hlustar á raddir örorkulífeyristaka.

Til þess að vekja athygli á þessum veruleika hefur ÖBÍ staðið fyrir kynningarverkefninu Blanka. Þetta er auðvitað ekki raunverulegt fyrirtæki, enda myndu kannski fæstir vilja vera í viðskiptum við banka sem kallar sig þessu nafni. Tölurnar sem birtust í kynningarefni Blanka eru hins vegar raunverulegar, eins og kemur fram í tilkynningu:

  • Það er staðreynd að stór hópur lífeyristaka neyðist til að borga 51-75% útborgaðra launa sinna í rekstur á húsnæði.
  • Það er staðreynd að 16% örorkulífeyristaka hefur lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu síðustu 10 ár samkvæmt könnun sem gerð var síðasta haust. Vegna vaxtahækkana má áætla að þessi tala sé töluvert hærri í dag.
  • Það er staðreynd að Ísland á heimsmet í tekjuskerðingum lífeyristaka.
  • Það er staðreynd að um 60% lífeyristaka geta ekki mætt óvæntum útgjöldum.
  • Það er staðreynd að nærri helmingur lífeyristaka þarf að neita sér um læknisþjónustu af fjárhagsástæðum og fjölmargir til viðbótar fresta því að leysa út lyf.
  • Og það er einfaldlega staðreynd að örorkulífeyrir á Íslandi er of lágur.

Þegar lífeyririnn er svo lágur að fólk á ekkert eftir þegar það er búið að greiða leigu eða borga af húsnæðisláni, þegar matarkarfan hefur hækkað í verði um 12,4%, þegar fólk þarf að neita sér um læknisaðstoð og þegar bilið á milli launa og lífeyris gerir ekkert nema breikka er lífsnauðsynlegt hækka lífeyri og það rækilega.

ÖBÍ réttindasamtök samanstanda af fjörutíu aðildarfélögum ólíkra fötlunarhópa. Samtals eru félagar um 40.200. Raunverulegar úrbætur í málefnum fatlaðs fólks skipta samfélagið allt því verulegu máli.

ÖBÍ réttindasamtök krefjast þess að stjórnvöld hækki örorkulífeyri um 12,4% án tafar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“