fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Íslenskur karlmaður sakaði bróður sinn um kynferðisofbeldi gegn eigin dætrum – Krefjast bóta vegna rangra sakargifta

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 14:47

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 ára íslenskur karlmaður búsettur í Noregi hefur verið ákærður fyrir rangar sakargiftir, en í tilkynningum til Neyðarlínunnar og barnaverndar sagði hann bróður sinn búsettan á höfuðborgarsvæðinu hafa beitt tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi. Bróðir mannsins og frænkur hans tvær krefjast þess að hann verði dæmdur til að greiða þeim samtals fimm milljónir.

RÚV greinir frá en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á næstunni. 

Héraðssaksóknari gaf ákæru á manninum út í sumar, en manninum er gefið að sök að hafa í febrúar fyrir þremur árum komið röngum tilkynningum til Neyðarlínunnar og barnaverndar í stóru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, Í tilkynningunum hafi maðurinn leitast við að koma því til leiðar að bróðir hans yrði sakaður um refsiverðan verknað, en maðurinn sagði bróður sinn hafa beitt tvær dætur sínar kynferðislegu ofbeldi.

Bróðirinn var handtekinn, tekin var af honum skýrsla með réttarstöðu sakbornings og barnavernd tók könnunarviðtöl við dætur hans. Nokkrum mánuðum síðar va rannsókn málsins var hætt. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir