fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
Fréttir

Hinn 14 ára gamli Oddur Bjarni tapaði fermingarpeningunum á hlutabréfamarkaði – Ætlar að selja þau á vægu verði á jólabasar grunnskólans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. nóvember 2023 13:00

Hinn fjórtán ára gamli fjárfestir brenndi sig á íslenska hlutabréfamarkaðinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn fjórtán ára gamli Oddur Bjarni Bergvinsson var ákveðinn í því að eyða ekki fermingapeningunum sínum í nammi og einhverja vitleysu. Þess í stað keypti hann í hlutabréfasjóði auk þess að kaupa bréf í tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds þó vissulega hafi smá farið í nammi og „eitthvað drasl“.  Tæpu hálfu ári seinna hafa hlutabréfin í Solid Clouds lækkað um helming og hinn fjórtán ára gamli fjárfestir situr uppi með sárt ennið.

Þetta kemur fram í stórskemmtilegri aðsendri grein Odds Bjarni Morgunblaðið í dag þar sem hinn ungi fjárfestir gefur öðrum í sömu hugleiðingum ráð í ljósi þess að hann er „örugglega ekki sá eini sem hefur
tapað öllum fermingarpeningunum sínum í hlutabréf og sjóði og svolítið í nammi.“

„Ég keypti hlutabréf í tölvuleikjafyrirtækinu Solid Clouds. Þar hafa bréfin lækkað um u.þ.b. helming á árinu og tæp 80% frá því fyrir um tveimur árum er það fór á markað. Mörg önnur félög hafa líka lækkað mikið síðan ég fermdist í vor. Má þar nefna Brim um 25%, Play um 40% – og já 65% síðan það fór hæst í 24 í fyrra. Svo ekki sé minnst á Marel, sem hefur lækkað um rúmlega 60% síðan í fyrra. Á þessu ári hafa aðeins Amaroc og Ölgerðin hækkað í verði af öllum 29 hlutafélögunum sem eru á markaði í dag enda framleiða þau bæði gull, munurinn er bara sá að Ölgerðin selur fljótandi gull en Amaroc grjóthart gull,“ skrifar Oddur Bjarni.

Hann segist velta því fyrir sér hvort ekki hefði verið gáfulegra að kaupa hlutabréf í  í hárgreiðslustofu á Akureyri eða skóbúð í Vestmannaeyjum með notaða skó frekar en að kaupa nammi og sokkin hlutabréf á opnum markaði? Hinn ungi fjárfestir hefur þó lært ýmislegt af þessari reynslu og miðlar því til annarra fermingarbarna.

„Við fermingarbörn framtíðarinnar – svo ekki sé minnst á alla peningana sem koma í gegnum skírnargjafirnar – vil ég bara segja eitt: Alls ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Dreifið áhættunni eða leggið peningana ykkar inn á verðtryggðan reikning,“ skrifar Oddur Bjarni.

Hann útskýrir svo ákvörðun sína um að kaupa í Solid Clouds en þar spilaði ástríða hans fyrir tölvuleikjum inn í.

„Fyrir mig sem ungan Eyjapeyja sem finnst flestar íþróttir leiðinlegar og elskar tölvuleiki var það ekki spurning þegar ég ákvað að setja mína fermingarpeninga í hlutabréf að kaupa hlut í tölvuleikjafyrirtæki. Solid Cloud varð fyrir valinu þar sem þeir lofuðu góðu þá. Þar á bæ hefur leikurinn verið ótrúlega lengi að komast á legg, rúmu ári seinna og öðru ári betur er hann ennþá í tilraunaferli. Ekkert að frétta frá fyrirtækinu og í þokkabót fór Solid Clouds í slæmt hlutafjárútboð í september sem varð til þess að fáir vildu vera með og fyrirtækið lifir nú á þróunarstyrkjum frá íslenska ríkinu. Ef ekki væri fyrir þróunarstyrkina og endurgreiðslu ýmissa gjalda væri þetta fyrirtæki orðið gjaldþrota og ég og fleiri hluthafar búnir að tapa öllum peningunum okkar,“ “ skrifar Oddur Bjarni.

Hann boðar því að á næsta jólabasar grunnskóla síns muni hann selja bréfin sín á vægu verði en glögglega má sjá að hann telur að betri kaup séu í namminu.

„Núna í lok nóvember verður haldinn jólabasar í grunnskólanum mínum og ég ætla að selja hlutabréfin mín í Solid Clouds á vægu verði á basarnum. Enda hlutabréfin nær verðlaus og óseljanleg í kauphöllinni og fyrirtækið á leið í ruslflokk,“ skrifar hinn ungi fjárfestir. Reynslunni ríkari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans

Fundu tengsl milli árásarinnar við Trump-hótelið og árásarinnar í New Orleans
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu

Háskaleikur ungmenna kallaði á afskipti lögreglu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör